Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir. Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira
Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir.
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Lýstu vantrausti á framkvæmdastjóra Félagsbústaða vegna „ógnarstjórnunar“ Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Úrslitin ráðast í kosningum um formann VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Sjá meira