Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira