Segir sjúkraþyrlu geta skipt sköpum í sambærilegum slysum Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. maí 2018 20:15 Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni segir ekki inni í myndinni að brjóta reglur um hvíldartíma þyrluáhafna þótt upp komi neyðartilfelli. Ákjósanlegt væri þó að hafa tvær áhafnir til taks meirihluta ársins. Sjúkraflutningamenn kalla eftir sérhæfðri sjúkraþyrlu á Suður- og Vesturlandi. Líkt og fram hefur komið var ekki hægt að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar á sunnudag þegar tveir erlendir ferðamenn létust í slysi við sunnanvert Þingvallavatn, þar sem áhöfn uppfyllti ekki skilyrði um lágmarks hvíldartíma.Frétt Vísis: Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Ferðamennirnir, karl og kona á fimmtugsaldri, voru við veiðar ásamt tíu manna hóp á svæðinu. Konan féll út í vatnið, en karlinn stökk út í á eftir og reyndi að bjarga henni, en örmagnaðist á sundi. Fólkið var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann þar sem þau voru úrskurðuð látin. Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir ekki koma til greina að hvika frá lögboðnum hvíldartíma. „Það er byggt á alþjóðlegum tilskipunum og svo íslenskum reglugerðum sem byggja á þeim. Það er ekki inni í myndinni að brjóta þau ákvæði,“ segir Ásgrímur.Maðurinn sem féll í Ölfusá enn ófundinn Þyrlan hafði verið kölluð út á aðfaranótt sunnudags vegna manns sem féll í Ölfusá og kom ekki til Reykjavíkur fyrr en á sunnudagsmorgun. Maðurinn er enn ófundinn, en leit var frestað í dag vegna veðurs og hefst aftur í fyrramálið. Ásgrímur segir ákjósanlegt að tvær áhafnir séu helst alltaf til taks, en unnið er að fjármögnun þess í samstarfi við dómsmálaráðuneytið. „Á nokkrum árum hafa útköll Landhelgisgæslunnar farið úr um 150 – 160 í 250 – 260,“ segir Ásgrímur.Fagráð leggur til sérhæfða þyrlu Fagráð sjúkraflutninga hefur lagt til rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var jákvæð fyrir hugmyndunum þegar þær voru kynntar í apríl, en gaf hins vegar ekki kost á viðtali í dag. „Já það er til skoðunar, það er eitt af því sem ég hef verið með á mínu borði,“ sagði Svandís í samtali við kvöldfréttir í apríl.Frétt Stöðvar 2: Heilbrigðisráðherra skoðar rekstur sérstakrar sjúkraþyrluStyrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, segir að viðbragðstími gæti styst umtalsvert með sérhæfðri þyrlu. „Við höfum verið að benda á að staðarvöktuð sérhæfð sjúkraþyrla getur skipt sköpum í svona tilfellum, þar sem við viljum fá sérhæft viðbragð bráðatæknis og bráðalæknis sem fyrst. Hún getur skipt sköpum í svona tifellum eins og kom upp um helgina,“ segir Styrmir.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira