Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 16:30 Donald Trump. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist. Donald Trump Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist.
Donald Trump Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira