Dómsmálaráðuneytið lúffar fyrir Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 16:30 Donald Trump. Vísir/AP Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist. Donald Trump Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hafið rannsókn á rannsókn gagnvart Donald Trump, forseta. Yfirmenn ráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, munu funda með leiðtogum þingsins og fara yfir leynileg gögn með þeim eftir að Trump krafðist þess að ráðuneytið rannsakaði hvort FBI hefði komið njósnara fyrir í framboði hans. Þá munu innri eftirlitsaðilar ráðuneytisins kanna hvort að einhverjir hlutar Rússarannsóknarinnar svokölluðu hafi komið til vegna pólitísks þrýstings.Þrýstingur Trump og stuðningsmanna hans innan þingsins og ýmissa fjölmiðla hefur leitt til þess að hulunni hefur verið svipt af heimildarmanni Alríkislögreglu Bandaríkjanna, bandarískum prófessor í Bretlandi. Hann hafði samband við nokkra starfsmenn framboðs Trump, sem áttu í samskiptum við aðila sem taldir eru vera rússneskir útsendarar, og spurði þá hvað þeir vissu um þjófnað rússneskra tölvuþrjóta á tölvupóstum úr kerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Þetta gerði hann á vegum FBI og hafa Trump og stuðningsmenn hans lýst þessu sem njósnum FBI og ríkisstjórnar Barack Obama og að uppljóstrara hafi verið komið fyrir innan framboðsins. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem Trump heldur því fram að Obama hafi njósnað um sig.Sjá einnig: Heimildarmaður FBI afhjúpaður eftir þrýsting Trump og félagaÞvert á fullyrðingar Bandaríkjaforseta var heimildarmanni FBI hvorki komið fyrir innan framboðsins né þá til þess að njósna um það heldur til að afla frekari upplýsinga um samskipti starfsmanna þess við Rússa. Eftir að FBI fékk vísbendingar um að einhverjir starfsmenn Trump-framboðsins hefðu átt í samskiptum við Rússa í kosningabaráttunni var opnuð gagnnjósnarannsókn sem er sögð eðlisólík sakamálarannsókninni sem nú stendur yfir. Fékk FBI heimildarmann sinn til þess að hitta og ræða við þrjá starfsmenn framboðsins, þá George Papadopoulos, sem síðan hefur verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni, Michael Flynn, sem einnig hefur játað að hafa logið að yfirvöldum, og Carter Page, sem þekkt var að hafði áður haft samskipti við rússnesku leyniþjónustuna. Heimildarmaðurinn starfaði aldrei innan framboðsins.Sögulegt samkomulagFræðimenn sem New York Times ræddi við segja samkomulag Dómsmálaráðuneytisins og Trump vera sögulegt. Forsetinn hafi ítrekað reynt að grafa undan sjálfstæði ráðuneytisins. Hann hafi skammast út í yfirmenn þess fyrir að opna ekki nýja rannsókn gagnvart mótframbjóðenda sínum Hillary Clinton, eftir að ráðuneytið komst að því að hún hefði ekki brotið lög, og gagnrýnt Jeff Sessions, eigin dómsmálaráðherra, ítrekað og harkalega fyrir að segja sig frá Rússarannsókninni.Trump hefur sjálfur sagt að hann eigi ekki að hafa bein áhrif á ráðuneytið sem forseti en hann hefur sömuleiðis sagt að hann hafi rétt til þess að gera það sem honum sýnist. Deilt er um það hvort að forseti hafi lagalega heimild til að skipa ráðuneytinu að hefja eða binda enda á rannsókn og þá sérstaklega rannsókn sem tengist honum sjálfum. Dómsmálaráðherra sem telur beiðni forseta vera óréttmæta getur neitað henni en þá getur forsetinn rekið ráðherrann. Helsta vörn ráðuneytis gegn inngripi forseta er því þingið og kjósendur. Þingið, þar sem Repúblikanar stjórna báðum deildum, hefur þó ekki virst tilbúið til að standa vörð um sjálfstæði ráðuneytisins.Vilja nýjan sérstakan saksóknara Stuðningsmenn Trump í fulltrúadeild þingsins héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu ályktunartillögu um að stofna ætti til annars embættis sérstaks saksóknara. Því embætti yrði gert að rannsaka Dómsmálaráðuneytið og FBI. Nánar tiltekið ætti embættið að rannsaka hvort að ráðuneytið og FBI hafi brotið lög í Rússarannsókninni, hvernig og af hverju rannókninni á tölvupóstum Hillary Clinton hafi verið hætt og hvernig og af hverju Rússarannsóknin hafi hafist.
Donald Trump Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira