Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon. Donald Trump Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon.
Donald Trump Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira