Forsetinn segir of „óhentugt“ að fylgja öryggisreglum Samúel Karl Ólason skrifar 22. maí 2018 12:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon. Donald Trump Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, notast við síma sem býr ekki yfir öryggisbúnaði sem ætlað er að verja hann gegn tölvuárásum og hefur ekki látið sérfræðinga yfirfara símann og mánaða skeið. Það er þvert á öryggisreglur Hvíta hússins og starfshætti forvera hans og gerir hann mögulega berskjaldaðan gagnvart árásum. Þetta hefur Politico eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins en Trump er sagður notast við tvo síma. Einn þeirra er eingöngu gerður til símtala og hinn inniheldur eingöngu Twitter og aðgang að nokkrum fréttasíðum. Aðstoðarmenn Trump hafa hvatt hann til að fá öryggissérfræðinga Hvíta hússins til að yfirfara Twitter-símann á mánaðarfresti, eins og hann á að gera, en forsetinn segir það vera „of óhentugt“. Allt að fimm mánuðir hafa liði á milli þess að sími forsetans hefur verið yfirfarinn, þar sem sérfræðingar kanna meðal annars hvort að tölvuþrjótar hafi öðlast aðgang að honum. Talsmenn Hvíta hússins neituðu að tjá sig um frétt Politico en einn heimildarmaður miðilsins sagði símunum sem Trump notaði til að hringja væri reglulega skipt út og að ekki væri nauðsynlegt að skipta út Twitter-símanum vegna innbyggðs öryggiskerfis símans og öryggiskerfis Twitter. Vert er að taka fram að Trump getur sem forseti hunsað öryggisreglur Hvíta hússins og ráð starfsmanna sinna. Starfsmönnum Hvíta hússins var hins vegar meinað að notast við eigin síma í störfum sínum í janúar og í tilkynningu frá Hvíta húsinu sagði að öryggi tæknikerfa Hvíta hússins væri í hávegum hjá ríkisstjórn Trump. Þá hefur forsetinn einnig ítrekað kallað eftir því að Hillary Clinton verði fangelsuð vegna persónulegs vefþjóns sem hún notaðist við fyrir tölvupósta sína þegar hún var utanríkisráðherra. Sömuleiðis hefur Trump haldið því, ranglega, fram að tölvuþrjótar hafi brotið sér leið inn á vefþjóna hennar. Clinton sagði á sínum tíma að hún hefði einungis gert það vegna hentugleika, en forverar hennar notuðust einnig við persónulega vefþjóna. Þá er vitað til þess að minnst sex starfsmenn ríkisstjórnar Trump hafi sömuleiðis notast við slíka vefþjóna við opinber störf. Þar á meðal eru Jared Kushner, Ivanka Trump, Stephen Miller, Reince Priebus og Steve Bannon.
Donald Trump Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Fleiri fréttir Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Sjá meira