Forstjórar Eimskips og Samskipa með stöðu sakbornings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. maí 2018 07:59 Eimskip sendi frá sér tilkynningu vegna málsins í gærkvöldi. Þar kemur fram að félagið hafni öllum ásökunum um brot á samkeppnislögum. vísir/vilhelm Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“ Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Þeir Pálmar Óli Magnússon, forstjóri Samskipa á Íslandi, og Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, eru á meðal fjögurra manna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á meintum samkeppnisbrotum Eimskips og Samskipa. Rannsóknin snýr að meintum brotum á 10. og 11. greinum samkeppnislaga. Hinir mennirnir sem hafa stöðu sakbornings eru þeir Ásbjörn Gíslason, forstjóri Samskip Logistics, og Bragi Þór Marinósson, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Eimskips. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og vísað í tilkynningu sem Eimskip sendi kauphöllinni í gærkvöldi. Fóru til skýrslutöku fyrr í mánuðinum Í tilkynningunni er það rifjað upp að í september 2013 fór Samkeppniseftirlitið í húsleitir á starfsstöðvum Samskipa og Eimskips. Segir í tilkynningu Eimskips að frá þeim tíma hafi fyrirtækið ítrekað óskað eftir upplýsingum um grundvöll málsins en með takmörkuðum árangri. Sem fyrr hafnar félagið ásökunum um að það hafi brotið gegn samkeppnislögum. Fyrr í þessum mánuði fóru síðan forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs til skýrslutöku hjá héraðssaksóknara og fengu stöðu sakbornings þann sama dag: „Þann 11. maí sl., fóru forstjóri og framkvæmdastjóri alþjóðasviðs félagsins til skýrslutöku hjá embætti héraðssaksóknara og fengu báðir stöðu sakbornings þann sama dag. Eins og áður hefur félagið takmarkaðar upplýsingar um grundvöll stjórnsýslumálsins sem varðar ætluð brot gegn 10. gr. og 11. gr. samkeppnislaga, en rannsókn héraðssaksóknara varðar 10. gr. samkeppnislaga og miðar að því hvort ólögmætt samráð um verð eða skiptingu markaða hafi átt sér stað. Framangreindir starfsmenn hafa óskað eftir afriti gagna sem ekki hefur borist. Félagið sjálft hefur ekki fengið gögn í hendur um málið. Miðað við þær takmörkuðu upplýsingar sem félaginu eru kunnar um sakarefni málsins, hafnar félagið sem fyrr ásökunum um að hafa gerst brotlegt gegn ákvæðum samkeppnislaga. Það er von félagsins að rannsókninni fari senn að ljúka og fagnar því, nú næstum fimm árum síðar, að loksins virðist sem skriður sé kominn á rannsókn málsins.“
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Lögreglumál Skipaflutningar Samkeppnismál Tengdar fréttir Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22 Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Eimskip og Samskip sek um samráð í Hollandi Tóku þátt í samráði með tveimur öðrum fyrirtækjum og hafa þau verið sektuð um háar fjárhæðir. 23. mars 2016 16:22
Eimskip og Samskip hafna ásökunum um samkeppnisbrot Vegna umfjöllunar RÚV í gær, 14. október, vilja Samskip og Eimskip koma því á framfæri að félögin vísa bæði á bug þeim ásökunum um samkeppnisbrot sem þar komu fram. 15. október 2014 11:11