Vinstrimenn kaupa villu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 22. maí 2018 07:00 Skandall mikill skekur nú þjóðfélagið hér á Spáni. Fjölmiðlar þreytast ekki á að fjölyrða um það og að safna saman álitsgjöfum sem hneykslast í kór yfir óhæfu þeirri sem hrærir hug manna. Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér. Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu. Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar. En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Skandall mikill skekur nú þjóðfélagið hér á Spáni. Fjölmiðlar þreytast ekki á að fjölyrða um það og að safna saman álitsgjöfum sem hneykslast í kór yfir óhæfu þeirri sem hrærir hug manna. Þannig er mál með vexti að hjónakornin Pablo Iglesias og Irene Montero keyptu sér villu en hann er formaður vinstriflokksins Podemos (Við getum) og hún þingmaður sama flokks. Húsakosturinn kostar þau tæpar 76 milljónir króna en slík kaup eiga ekki að vera á vinstrimanna færi. Hefur upphlaup þetta neytt þau til að kalla eftir áliti frá flokksbræðrum og -systrum um það hvort þau meti það svo að hjónakornunum beri að segja af sér. Það er vissulega nokkuð ósamræmi í því að þau sem einna mest tali gegn ójöfnuði hér syðra skuli flytja í hverfi þar sem efsta lagið í ójöfnuðinum býr. En það leynist líka firring í fjaðrafokinu. Fyrir nokkrum árum kom í ljós svart bókhald Lýðflokksins og leynireikningur í Sviss sem innihélt um sex og hálfan milljarð króna. Það voru samantekin ráð athafna- og stjórnmálamanna sem gerði þeim kleift að moka þessu úr almannasjóðum. Forsætisráðherrann, Mariano Rajoy, naut góðs af en hann fékk að minnsta kosti upphæð sem jafnast á við hálfvirði villunnar þeirra Pablo og Irene fyrir þátttöku sína í leynibraskinu. Þetta eru þó bara smámunir því ef talin eru helstu spillingarmál flokksins telst mér til að þau hafi kostað þjóðina um hundrað þúsund milljón evrur. Þetta kom í ljós eftir að lögmaðurinn Baltazar Garzón hóf rannsókn. Hann hefur nú verið sviptur lögmannsréttindum á Spáni. Frá því þessi kurl komu til grafar hefur Lýðflokkurinn unnið tvennar þingkosningar. En nú fyrst er þetta komið í óefni þegar vinstrimenn kaupa villu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun