Erlent

Frans páfi um samkynhneigð: „Guð skapaði þig í þessari mynd og elskar þig eins og þú ert“

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs.
Haft var eftir Frans páfa að kynhneigð fólks skipti ekki máli hvað varðar ást guðs. Vísir/EPA
Frans páfi sagði við Juan Carloz Cruz - sem er samkynhneigður - að Guð hafi skapað hann í þeirri mynd sem hann væri og ennfremur að hann elskaði Cruz. Kynhneigð hans skipti engu máli í því tilliti.

Cruz er þolandi kynferðisofbeldi en hann varði þremur dögum í Vatíkaninu með Frans páfa. Á meðan á heimsókn hans stóð ræddu þeir meðal annars um samkynhneigð og það kynferðislega ofbeldi sem hann máti þola af hálfu prests í Síle.

Í samtali við CNN vitnaði Cruz í viðbrögð páfans þegar hann sagðist vera samkynhneigður: „Veistu það, Juan Carlos, það skiptir ekki máli. Guð skapaði þig í þessari mynd. Hann elskar þig eins og þú ert. Páfinn elskar þig eins og þú ert og þú ættir líka að elska sjálfan þig og hætta að hafa áhyggjur af því sem fólk segir.“

Inntur eftir viðbrögðum sagði Greg Burke, talsmaður Vatíkansins, að það væri ekki venjan hjá Vatíkaninu að tjá sig um einkasamræður páfans.

Allir biskupar í Síle tilkynntu Frans páfa um afsögn sína síðasta föstudag í kjölfar neyðarfundar sem haldinn var í Vatíkaninu sem blásið var til vegna misnotkunarmála presta í Síle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×