Leitaraðstæður við Ölfusá betri í dag en í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2018 07:55 Frá leit í Ölfusá í gær. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Leit hefst að nýju í og við Ölfusá um klukkan 9 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað er að manni sem fór í ána í gærnótt en um níutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær.Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að plan fyrir daginn í dag hafi verið gert í gær og búist er við að því verði fylgt. Hann segir leitaraðstæður í dag töluvert betri en í gær. Veður hefur róast en mikil úrkoma, hvassviðri og vatnavextir í ánni gerðu leitarmönnum erfitt fyrir á hvítasunnudag. Þá hefur enn ekkert fundist sem gæti komið leitarmönnum á sporið, að sögn Odds, en þó liggi fyrir að maðurinn sé í ánni. Verkefni leitarmanna í gær voru fjölbreytt en gönguhópar gengu upp og niður með ánni, einhverjir fóru út á bátum og sæþotum og þá óðu sérhæfðir björgunarhópar út í grynningar. Búast má við að svipaður háttur verði hafður á við leitina í dag. Mikið álag var á viðbragðsaðilum á Suðurlandi í gær en á meðan leitin við Ölfusá stóð yfir fengu viðbragðsaðilar annað útkall laust fyrir hádegi um að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn, syðst af Þingvallavatni. Ferðamennirnir, karl og kona, eru í lífshættu á Landspítalanum.Tólf björgunarsveitir komu að leitinni í gær, þ.á.m. björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Tengdar fréttir Mikið álag á viðbragðsaðila á Suðurlandi síðasta sólarhringinn Ferðamenn sem féllu í Þingvallavatn eru í lífshættu 20. maí 2018 19:45 Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05 Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Leit hefst að nýju í og við Ölfusá um klukkan 9 samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Leitað er að manni sem fór í ána í gærnótt en um níutíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni í gær.Sjá einnig: Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að plan fyrir daginn í dag hafi verið gert í gær og búist er við að því verði fylgt. Hann segir leitaraðstæður í dag töluvert betri en í gær. Veður hefur róast en mikil úrkoma, hvassviðri og vatnavextir í ánni gerðu leitarmönnum erfitt fyrir á hvítasunnudag. Þá hefur enn ekkert fundist sem gæti komið leitarmönnum á sporið, að sögn Odds, en þó liggi fyrir að maðurinn sé í ánni. Verkefni leitarmanna í gær voru fjölbreytt en gönguhópar gengu upp og niður með ánni, einhverjir fóru út á bátum og sæþotum og þá óðu sérhæfðir björgunarhópar út í grynningar. Búast má við að svipaður háttur verði hafður á við leitina í dag. Mikið álag var á viðbragðsaðilum á Suðurlandi í gær en á meðan leitin við Ölfusá stóð yfir fengu viðbragðsaðilar annað útkall laust fyrir hádegi um að tveir erlendir ferðamenn hefðu fallið í Villingavatn, syðst af Þingvallavatni. Ferðamennirnir, karl og kona, eru í lífshættu á Landspítalanum.Tólf björgunarsveitir komu að leitinni í gær, þ.á.m. björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarnesi og höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson
Tengdar fréttir Mikið álag á viðbragðsaðila á Suðurlandi síðasta sólarhringinn Ferðamenn sem féllu í Þingvallavatn eru í lífshættu 20. maí 2018 19:45 Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05 Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Mikið álag á viðbragðsaðila á Suðurlandi síðasta sólarhringinn Ferðamenn sem féllu í Þingvallavatn eru í lífshættu 20. maí 2018 19:45
Staðan endurmetin við Ölfusá á næstu klukkutímum Leit hefur staðið yfir síðan í nótt. 20. maí 2018 14:05
Níutíu björgunarsveitarmenn leita mannsins í Ölfusá Leit stendur enn yfir að manni sem talinn er hafa farið fram af brúnni yfir Ölfusá í nótt. 20. maí 2018 11:02