Þar sem er reykur, þar er eldur - þegar konur verða brunarústir Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 20. maí 2018 18:47 Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar. Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent. En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann. Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi. Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma. Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar. Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur. Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Réttur til bestu mögulegu heilsu eru mannréttindi. Þegar starf gerir þig veika, þá er brotið á mannréttindum þínum. Fjöldi kvenna sem brenna út í starfi fer vaxandi, sérstaklega fjöldi ungra kvenna. Að missa fólk út af vinnumarkaði til skemmri eða lengri tíma vegna kulnunar í starfi er dýrt, en það er líka siðlaust. Við sem samfélag erum að bregðast fólkinu okkar. Í Noregi, þar sem ég bjó árum saman, er lögð áhersla á að starfið sé heilsueflandi. Ekki bara að starfið sé ekki heilsuletjandi, heldur beinlínis gott fyrir þína heilsu og vellíðan, andlega og líkamlega. Á Íslandi er nánast litið svo á að það sé eðlilegt að vinnan grafi undan heilsu þinni. Eins og við séum verkfæri sem hægt er að nota upp til agna. Hnífur sem er nothæfur þangað til búið er að slípa hann svo oft að blaðið er farið að þynnast um of. Þá er honum hent. En við erum ekki verkfæri. Við erum fólk og við virkum best ef að okkur er hlúð. Samfélagið á að vera byggt upp á þann hátt að okkur líði vel. Vinna er til að skapa tekjur til að lifa af. Við eigum ekki að lifa til að vinna, heldur öfugt. Hérna vantar okkur hugarfarsbreytingu þar sem einstaklingurinn er settur í fyrsta sæti og þar sem samfélagið er skapað í kringum hann. Að vinnan sé dyggð er mantra sem ristir djúpt á Íslandi. Að hlúa að heilsu sinni til að geta verið virkur samfélagsborgari og gefið til samfélagsins með orku og gleði, verið skapandi og komið nýjum hugmyndum á framfæri er líka dyggð. Vinnan á ekki að vera á kostnað þess að við getum lifað góðu lífi. Nýlega var haldin áhugaverð ráðstefna Geðhjálpar og VIRK sem bar nafnið ,,Þegar kona brotnar.” Fyrir nokkrum dögum var sendur út þáttur á Rás 1 um kulnun í starfi. Háskólamenntuðum konum hefur sérstaklega fjölgað mikið meðal þeirra sem leita sér aðstoðar VIRK við starfsendurhæfingu eftir kulnun í starfi og útbrennslu. Algengustu ástæður komu þeirra eru geðræn vandamál og stoðkerfisvandamál. Konur á Íslandi taka mikinn þátt á vinnumarkaði, en enn virðast þær taka aðalábyrgð á heimilinu. Bæði í Noregi og Svíþjóð taka karlar meiri ábyrgð á heimilinu en hér. Því hafa konur enn tvöföldum skyldum að gegna. Kvennastéttir eins og starfsfólk menntastofnana virðast upplifa kulnun meira en aðrar stéttir. Starfsfólk menntastofnana eru í áberandi meirihluta þeirra sem leita eftir starfsendurhæfingu hjá Virk. Ísland er nálægt botninum innan OECD þegar kemur að magni frítíma, tíma til að sinna okkur og okkar áhugamálum. Við eigum met innan OECD þegar kemur að viðveru leikskólabarna. Ég tel þetta ekki vera eitthvað sem við eigum að vera stolt af, heldur sýnir þetta að enn lifum við til að vinna en ekki öfugt. Ekki eykst framleiðnin við þetta. Framleiðni á Íslandi er lægri en í nágrannalöndunum. Prufuverkefni við styttingu vinnuviku hjá Reykjavíkurborg hafa gefist vel og við Píratar viljum styðja við þá þróun og stytta vinnuviku niður í 35 tíma og svo 32 tíma. Það eru ekki bara störfin sem gera konur veikar, heldur virðist ofbeldi gegn konum eiga sinn þátt í því. Það er stórt vandamál hvers ryk hefur rótast upp í kringum #metoo. Þriðjungur kvenna verður fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi einhverntíma á lífsleiðinni. Þolendur ofbeldis eiga í meiri hættu á að upplifa geðraskanir, stoðkerfisvandamál og hjartasjúkdóma. Helstu ástæður örorku í dag eru geðraskanir (37,1%) og stoðkerfisvandamál (29%). Því er ekki fjarri lagi að gera ráð fyrir að ástæður kulnunar í starfi geti verið margþættar. Við þurfum að breyta samfélaginu okkar svo að konur njóti sömu virðingar og karlar og svo að vinnuframlag kvenna sé metið til jafns við karla. En allra helst svo að konur geti átt hér gott líf. Það að konur striti sig til heilsuleysis fyrir lág laun og þurfi alltaf að gefa aðeins meira til að ná sama frama og velgengi og karlar er óboðlegt. Kröfurnar sem samfélagið gerir til íslenskra kvenna eru yfirþyrmandi. Ekki bara eiga þær að vera öflugar í atvinnulífinu, helst svo kröftugar og glöggar að þær nái miklum frama. Heldur eiga þær líka að vera hinar fullkomnu mæður, valkyrjur heimilisins með aðalábyrgð á heimilishaldinu og svo þurfa þær auðvitað að passa upp á línurnar og lúkkið þess á milli. Við hljótum að geta gert betur. Við verðum að gera betur. Slökkvum eldana. Breytum samfélaginu. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavík.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun