Hann segir að svo virðist sem að konan hafi hrasað við veiðarnar og fallið í vatnið. Maðurinn hafi reynt að synda á eftir henni en örmagnast við sundið. Sumarbústaðareigandi í nágrenninu hafi farið ásamt öðrum manni út á vatnið og náð fólkinu upp.
Tilkynning barst neyðarlínu klukkan 11:44 og héldu björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla þegar á vettvang, en bátamenn voru þá þegar við leit í Ölfusá.
Oddur segir ástand ferðamannanna enn vera alvarlegt og að þau eru talin vera í lífshættu að svo stöddu.