Tveir fluttir á sjúkrahús eftir slys á Þingvallavatni Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. maí 2018 12:31 Frá vettvangi við Þingvallavatn í dag. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira
Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir slys syðst á Þingvallavatni í dag. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi þrjá kafara ásamt kafarabíl og bát á vettvang að Þingvallavatni, nánar tiltekið að Villingavatni til suðurs, skömmu eftir hádegi í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu staðfesti í samtali við Vísi á öðrum tímanum að mennirnir hefðu náðst upp úr vatninu og að þeir hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Hann gat hvorki gefið frekari upplýsingar um líðan mannanna né björgunaraðgerðir á vettvangi. Vitni á vettvangi segir að sést hafi til tveggja manna á bát á vatinu í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þá voru björgunarsveitir sendar að Þingvallavatni eftir að tilkynning barst um slysið. Fjölmennur hópur björgunarsveitarmanna var staddur við Ölfusá við leit að manni sem fór í ána í nótt og voru hópar sendir þaðan að Þingvöllum. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði í samtali við Vísi á þriðja tímanum að björgunarsveitir hafi lokið störfum á vettvangi við Þingvallavatn. Þær hafi aðallega verið í því að loka fyrir umferð til að greiða fyrir leið sjúkrabíla til og frá svæðinu. Þá segir hann að ekki hafi þurft að leita út um vatnið á bátum björgunarsveitanna þegar á vettvang kom en mennirnir fundust tiltölulega fljótt. Davíð bjó ekki yfir upplýsingum um tildrög atviksins á vatninu en sagði lögreglu og sjúkraflutningamenn á staðnum. Ekki hefur náðst í Svein Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjóni á Suðurlandi, vegna slyssins en hann sagði í samtali við fréttastofu RÚV eftir hádegi að hópur hafi verið synda syðst í vatninu þegar tveir urðu viðskila við hópinn. Vitni á vettvangi sögðu í samtali við fréttastofu nú á þriðja tímanum að sést hefði til tveggja manna í bát á vatninu í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Þá fengust upphaflega þær upplýsingar að leit stæði yfir að einum einstaklingi. Síðar fengust þær upplýsingar að um tvo einstaklinga var að ræða. Fréttin hefur verið leiðrétt í samræmi við það. Kafarabíll slökkviliðsins á leið á vettvang skömmu eftir hádegi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Björgunarsveitir voru kallaðar að Þingvallavatni þegar tilkynning um slysið barst. Myndin er frá vettvangi í dag.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Fleiri fréttir Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Sjá meira