Brýna Vestfirðinga til samstöðu í Gilsfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2018 11:26 Frá Patreksfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“ Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Boðað hefur verið til samstöðufundar Vestfirðinga við Gilsfjarðarbrú á morgun, annan í hvítasunnu, klukkan 15. Að fundinum stendur grasrótarhópur sem kallar sig Heimavarnarliðið en hann kom einnig að fjölmennum borgarafundi á Ísafirði síðastliðið haust. Einn fundarboðenda, Jóhann Ólafsson á Ísafirði, segir tilgang fundarins að mótmæla kyrrstöðunni í þremur helstu hagsmunamálum Vestfirðinga; raforkuöryggi, fiskeldi í sjó og samgöngum. Öll þessi mál séu í biðstöðu eða í gíslingu ríkisstofnana og nefnir Jóhann að eftir 15 ára bið hafi ekki enn tekist að koma vegagerð í gang um Teigsskóg. Jóhann segir að fundurinn verði norðan Gilsfjarðarbrúar, Króksfjarðarnesmegin. Þar verða tveir ræðumenn, þau Guðrún Anna Finnbogadóttir, sjávarútvegs- og umhverfisfræðingur hjá Odda á Patreksfirði, og Magnús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði. Í fundarboði er minnt á að fjórir ráðherrar hafi setið Ísafjarðarfundinn í haust og lýst sig samþykka ályktun fundarins. Þar hafi komið fram í máli ráðherra að það þyrfti að höggva á hnútinn og hefjast handa. „Við eigum ekki að una því að orðum og fögrum fyrirheitum fylgi engar efndir. Við krefjumst athafna í stað orða,“ segja fundarboðendur en meðal annarra í hópnum eru Eggert Stefánsson, Ísafirði, Guðmundur Sigurvinsson, Bolungarvík, og Ólafur Bjarni Halldórsson, Ísafirði. Þeir rifja upp að Eiríkur Örn Norðdal, rithöfundur, hafi verið meðal framsögumanna á fundinum í haust og segja að orð hans þar nái vel yfir stöðu mála í dag: „Stundum er eins og hér rekist á tvær ólíkar þjóðir, Vestfirðingar og þeir sem vilja hafa vit fyrir þeim.“„Það er hvorki sátt né samlyndi í því fólgið að skilgreina heimkynni fólks sem friðland sem það megi ekki snerta, megi ekki hafa lifibrauð sitt af. Að byggðir verði að víkja fyrir óbyggðum því réttur óbyggða sé meiri - það er ekki jafnvægi, það er ofbeldi.“
Tengdar fréttir Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00 Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Vestfirðir komnir með heilbrigðisvottorð Formaður fjórðungssambands Vestfirðinga segir að ný skýrsla um laxeldi í Ísafjarðadjúpi sýni fram á að samfélagsleg bylting geti átt sér stað á Vestfjörðum með laxeldi í Djúpinu. 24. september 2017 22:00
Vestfirðingar fjölmenna í íþróttahús til að ræða umdeilda virkjun, veg og sjókvíaeldi við ráðherra Í tilkynningunni kemur fram að öll verkefnin sæta ýmist harðri gagnrýni, þar sem þess er jafnvel krafist að þau verði slegin út af borðinu, eða eru sífellt tafin um framkvæmdaleyfi þrátt fyrir eðlilegt ferli innan stjórnsýslunnar og löngu tímabær framlög á vegaáætlun. 22. september 2017 12:34