Fótbolti

„Hlýddi orði Guðs“ og hætti í landsliðinu vegna stuðnings liðsins við baráttu samkynhneigðra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hinkle (t.h.) spilar með North Carolina Courage í bandarísku NWSL deildinni
Hinkle (t.h.) spilar með North Carolina Courage í bandarísku NWSL deildinni vísir/getty
Hin bandaríska Jaelene Hinkle hætti að spila með bandaríska landsliðinu í fótbolta fyrir um ári síðan aðeins 24 ára gömul. Miklar vangaveltur hafa verið um það afhverju hún hafi ákveðið að hætta og nú hefur hún opnað sig með það.

Í júní 2017 var Hinkle í landsliðshóp sem átti fyrir höndum tvo leiki gegn Norðmönnum og Svíum ytra. Bandaríska knattspyrnusambandið tilkynnti um það að heiðra ætti samtök samkynhneigðra og klæðast regnbogalitum treyjum í þessum leikjum. Eftir tilkynninguna dró Hinkle sig úr hópnum og hún hefur ekki spilað með landsliðinu síðan.

Hinkle er mjög trúuð og hefur talað opinskátt um trú sína og hennar „hefðbundnu sjónarmið.“ Hún hefur ekki tjáð sig um þetta mál fyrr, en í gærkvöld birtist viðtal við hana á kristnu sjónvarpsstöðinni Christian Broadcast Network. Viðtalið var tekið upp í júní 2017 en ekki birt fyrr en nú.

„Ég var sannfærð um það að það var ekki mitt hlutverk að klæðast þessari treyju. Ég gaf mér þrjá daga í að biðja og reyna að heyra hvað Guð vildi að ég gerði í þessari stöðu,“ sagði Hinkle í viðtalinu.

„Ég veit í hjarta mínu að ég gerði hið rétta. Ég hlýddi orði Guðs. Ef ég verð aldrei í landsliðshóp aftur þá er það í lagi, kannski var mér ætlað að spila fótbolta til þess að sýna öðrum hvernig á að hlýða orði Guðs.“

Viðtalið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×