Erlent

Popúlistar mynda ríkisstjórn á Ítalíu eftir allt saman

Kjartan Kjartansson skrifar
Guiseppe Conte leiðir nýja ríkisstjórn Ítalíu.
Guiseppe Conte leiðir nýja ríkisstjórn Ítalíu. Vísir/Getty
Tekist hefur að mynda samsteypustjórn á Ítalíu eftir nokkura mánaða pólítíska óvissu. Popúlíski flokkurinn Fimm stjörnu hreyfingin og hægriöfgaflokkurinn Bandalagið skipa ríkisstjórnina eftir að Guiseppe Conte lagði fram nýjan ráðherralista við Sergio Mattarella forseta.

Svo virtist sem flokkarnir tveir væru við það að mynda ríkisstjórn fyrr í vikunni þangað til Mattarella hafnaði tilnefningu Conte til fjármálaráðherra. Þá leit út fyrir að sérfræðingastjórn undir forystu fyrrverandi hagfræðings Alþjóðagjaldeyrissjóðsins tæki við völdum þar til hægt væri að kjósa aftur.

Þau áform fóru hins vegar út um þúfur og féllst Mattarella á nýjan ráðherralista Conte í dag. Nýja ríkisstjórnin tekur við völdum á morgun, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Ákvörðun Mattarella um að hafna tilnefningu Paolo Savona sem fjármálaráðherra. Savona er fyrrverandi iðnaðarráðherra og andstæðingur evrunnar. Mattarella taldi tilnefning Savona ógna stöðugleika og efnahag Ítalíu því hann hafði nokkrum árum áður talað um leynilega áætlun um að ganga úr evrusamstarfinu.

Savona verður Evrópumálaráðherra nýju ríkisstjórnarinnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×