Erlent

Lögreglan birtir myndband af umdeildri handtöku

Samúel Karl Ólason skrifar
„Þú mátt ekki berja mig svona,“ öskrar hún. „Ég er kona. Þú mátt ekki berja mig og kyrkja mig svona.“
„Þú mátt ekki berja mig svona,“ öskrar hún. „Ég er kona. Þú mátt ekki berja mig og kyrkja mig svona.“
Lögreglan í Wildwood í Philadelphia í Bandaríkjunum hefur birt myndband af umdeildri handtöku um síðustu helgi. Þá var hin tvítuga Emily Weinman handtekin fyrir drykkju á strönd en myndband af handtökunni sem hafði verið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýndi lögregluþjón slá Weinman tvisvar sinnum í höfuðið. Á myndbandinu frá lögreglunni má hins vegar sjá Weinman streitast á móti lögregluþjóninum og hrækja á hann, eftir að hún var látin blása í áfengismæli.

Weinman neitaði ítrekað að svara spurningum lögregluþjónsins og gekk frá honum. Síðan virðist hún ýta lögregluþjóninum sem rífur hana niður í jörðina. Skömmu seinna slær hann hana tvisvar sinnum.

„Þú mátt ekki berja mig svona,“ öskrar hún. „Ég er kona. Þú mátt ekki berja mig og kyrkja mig svona.“ Eftir að hún var handtekin hreytti hún fúkyrðum að lögregluþjóninum.

Hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að veitast að lögregluþjóni og veita mótþróa við handtöku. Tveir af lögregluþjónunum sem komu að handtökunni hafa verið fluttir tímabundið til í starfi á meðan rannsókn stendur yfir.

„Hún reyndi að ganga frá mér. Ég reyndi að grípa í hana. Hún byrjaði að sparka í áttina að okkur svo ég skellti henni í jörðinni. Hún sparkaði í hann [félaga lögregluþjónsins], ég sló hana nokkrum sinnum og setti handjárnin á hana,“ hefur AP fréttaveitan eftir lögregluþjóninum.

Borgarstjóri Wildwood segir greinilegt að Weinman hafi verið árásaraðilinn í þessu atviki. Lögmaður hennar hefur þó fordæmt þau ummæli borgarstjórans og segir „hræðilegt“ hve margir virðast telja að Weinman hafi átt þetta skilið.

Bæði myndböndin má sjá hér að neðan. Efra myndbandið er frá lögreglunni.

Hér má svo sjá yfirlýsingu frá lögreglunni vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×