Erlent

Spænska ríkisstjórnin fallin

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Rajoy hét því að standa af sér vantraustið en nú er ljóst að stjórn hans er fallin
Rajoy hét því að standa af sér vantraustið en nú er ljóst að stjórn hans er fallin
Allt bendir til þess að tími Mariano Rajoys á stóli forsætisráðherra Spánar sé liðinn. Þingið ræðir nú vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar og síðdegis varð ljóst að meirihlutinn styður hann ekki lengur. Greiða á atkvæði um tillöguna á morgun.

Það var flokkur þjóðernissinnaðra Baska, PNV, sem sneri baki við Rajoy á ögurstundu síðdegis í dag. Flokkurinn hefur fimm sæti á spænska þinginu og án atkvæðis þeirra er stjórnin fallin.

Rajoy var ekki sjálfur í þingsalnum þegar Baskarnir tilkynntu afstöðu sína.

Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalista, verður nær örugglega næsti forsætisráðherra án þess að kjósa þurfi á ný. Rajoy hefur sakað hann um ólýðræðisleg vinnubrögð vegna vantraustsins. Hann segir Sánchez hafa lagt tillöguna fram vegna ótta við kjósendur, hann vilji ná völdum án þess að þurfa að ganga til kosninga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×