Körfubolti

Raðaði upp leikmönum lokaúrslita NBA eftir mikilvægi þeirra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Kevin Durant.
LeBron James og Kevin Durant. Vísir/Getty
Lokaúrslit NBA-deildarinnar hefjast í nótt en þar mætast Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors fjórða árið í röð.

Golden State Warriors vann titilinn í fyrra og er mun sigurstranglegra liðið enda finnst mörgum ótrúlegt að LeBron James sé búinn að koma Cleveland liðinu enn á ný í úrslit miðað við allt sem gekk á hjá liðinu í vetur.

Fyrsti leikurinn fer fram í Oakland í kvöld, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Það eru margir búnir að velta fyrir sér möguleikum liðanna og eru flestir á því að Golden State Warriors muni verja NBA-titilinn í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það yrði þá þriðji titill Warriors á fjórum árum.





Sean Deveney skrifaði aftur á móti athyglisverða grein um úrslitaeinvígi fyrir bandaríska miðilinn Sporting News en þar raðar hann leikmönnum lokaúrslitanna eftir mikilvægi þeirra.

Deveney  fer yfir alla leikmenn allt frá aukaleikurnum JaVale McGee og Rodney Hood til súperstjarnanna Kevin Durant og LeBron James.

Það þarf ekki að koma á óvart að LeBron James sé settur í fyrsta sætið eða að Kevin Durant sé mikilvægastur Golden State manna. Það vekur meiri furðu hver er settur í 3. til 4. sæti með Stephen Curry.

Hér fyrir neðan má röð leikmanna eftir mikilvægi en hér má lesa alla greinina.

19. og 20. sæti - Nick Young og JaVale McGee hjá Warriors

17. og 18. sæti - Jordan Clarkson og Rodney Hood hjá Cleveland Cavaliers

15. og 16. sæti - Kevon Looney og Jordan Bell hjá  Warriors

14. sæti - Shaun Livingston hjá Warriors

13. sæti - Draymond Green hjá Warriors

11. og 12. sæti - Tristan Thompson og Larry Nance Jr. hjá Cavaliers

10. sæti - Klay Thompson hjá Warriors

8. og 9. sæti - Kyle Korver og JR Smith hjá Cavaliers

6. og 7. sæti - Kevin Love hjá Cavaliers og Andre Iguodala hjá Warriors

5. sæti - Jeff Green hjá Cavaliers

3. og 4. sæti - Stephen Curry hjá Warriors og George Hill hjá Cavaliers

2. sæti - Kevin Durant hjá Warriors

1. sæti - LeBron James hjá Cavaliers

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×