Erlent

ISIS undir grun eftir árás á herstöð í Sádí-Arabíu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Herlið Sáda stendur í ströngu í Jemen þessa dagana
Herlið Sáda stendur í ströngu í Jemen þessa dagana Vísir/Getty
Nokkrir sádí-arabískir liðsforingjar og hermenn særðust í árás á herstöð í borginni Taif í morgun. Tveir menn stungu lögreglumann til bana og stálu vopnum hans og bifreið sem þeir notuðu síðan til að komast inn í herstöðina. Lögreglumaðurinn hafði verið að sinna umferðareftirliti þegar ráðist var á hann.

Mikill skotbardagi braust út þegar mennirnir réðust til atlögu á herstöðinni. Annar árásarmaðurinn féll í kúlnahríð en hinn komst undan.

Enginn hefur lýst sig ábyrgan en samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafa ítrekað hvatt fylgismenn sína til árása í Sádí-Arabíu. Síðast í gær birtu samtökin skilaboð á netinu þar sem vísað er til þess að Guð muni verðlauna þeim sem geri slíkar árásir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×