Erlent

Danska lögreglan í skýjunum eftir rassíur í Kristjaníu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Danska lögreglan telur það til marks um árangur aðgerðanna að hassið sé selt úr mjólkurkössum í stað timburbása
Danska lögreglan telur það til marks um árangur aðgerðanna að hassið sé selt úr mjólkurkössum í stað timburbása Vísir/Getty
Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að svo virðist sem hass-salar í Kristjaníu séu að gefast upp á að endurbyggja sölubása sína eftir að lögreglan herjaði á þá daglega í fimm daga.

Haft er eftir Lars Ole-Karlsen, yfirlögregluþjóni, að þegar aðgerðirnar hófust um síðustu helgi hafi kannabis verið selt í um þrjátíu básum á götunni sem nefnd er Pusher-street. Básarnir hafi verið smíðaðir úr timbri.



Eftir að lögreglan lét til skara skríða og reif básana í sundur fimm daga í röð segir Ole-Karlsen að ástandið hafi batnað til muna. Nú sé hassið selt í færri og mun frumstæðari básum sem séu lítið annað en mjólkurkassar sem búið sé að stafla upp.



Aðrir selji nú kannabis úr blaðburðar-hjólum með kassa að framan. Ole-Karlsen segir þetta benda til þess að dópsalarnir séu byrjaði að skilja að lögreglunni sé alvara. Næsta skref sé að gera hjólin þeirra upptæk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×