Dagur vill halda borgarstjórastólnum Heimir Már Pétursson skrifar 31. maí 2018 10:38 Dagur B. Eggertsson mætir til fundar með fulltrúum hinna þriggja flokkanna í Marshall-húsinu í dag. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson segir enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í stól borgarstjóra í þeim óformlegu viðræðum sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafi átt í við Viðreisn. Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta. Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri segir flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka. „Ég held að þeir eigi málefnalega samleið að mörgu leyti þótt það sé ýmislegt líka sem er ólíkt. En það getur líka verið styrkur ef maður viðurkennir það og tekur utan um það og áttar sig á að það er svo margt í lífinu sem eru málamiðlanir. En megin stefnan er fram á við og það eiga þessir flokkar sameiginlegt,“ segir Dagur. Fulltrúar flokkanna hafi hist á undanförnum dögum enda gangi svona viðræður ekki upp án þess að fólk hittist og horfist í augu. Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní og segir Dagur flokkanna ætla að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma. „Við höfum sagt að við stefnum að því að koma með samstarfssamning í góðum tíma fyrir 19. júní. En við höfum ekki verið að setja okkur einhverjar frekari tímalínur eða dagsetningar í því,“ segir Dagur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mætir til fundar í Marshall-húsinu um klukkan ellefu,Vísir/VilhelmViðreisn vill einfalda líf borgarbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir ekkert eitt hafa orðið til þess að Viðreisn ákvað að fara í formlega viðræður með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Hún hafi átt góða fundi með oddvitum allra flokka í borgarstjórn undanfarna daga. „En þetta var niðurstaðan en við samt sem áður komum til með að vinna öll saman næstu fjögur árin þessir flokkar, allir. En þetta var niðurstaðan núna,“ segir Lóa. Áherslur Viðreisnar í kosningabaráttunni um að einfalda líf borgarbúa verði áfram ríkjandi. „Við viljum einfalda allt sem snýr að þjónustu við borgarana og við atvinnulífið. það er allt mjög flókið. Við myndum vilja nútímavæða það. Við lögðum mikla áherslu á mennta og skólamálin og gera skólana að eftirsóttum vinnustöðum og auka sjálfstæði þeirra og faglet sjálfstæði kennaranna. Þetta var svona stóra málið og svo vorum við með mjög skýrar línur í atvinnulífinu,“ segir Lóa. Meðal annars þurfi að einfalda ferlið við að byggja húsnæði í borginni og færa úthverfin nær miðborginni. Hún segir engar kröfur hafa verið settar fram um embætti borgarstjóra eða önnur embætti. Þau mál verði rædd síðar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, ræða málin á kosninganótt. Vísir/Vilhelm GunnarssonMátu aðstæður þannig að þetta gæti gengið upp Dagur tekur undir að málefnin verði kláruð fyrst. „Og ég er sannfærður um að við finnum niðurstöðu sem allir geta unað sáttir við og tryggir okkur slagkraft til að vinna að þeim verkefnum sem við viljum vinna að á næstu fjórum árum.“ En þú myndir helst vilja sitja áfram í borgarstjórastólnum? „Já, ég hef ekkert leynt því og það hafa ekki verið settar fram kröfur um annað,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir ekkert eitt hafa ráðið því að þessir flokkar ákváðu að hefja formlegar viðræður. „Landslagið eins og ég hef talað um, er fólkið. Þannig að við fórum öll inn í okkar bakland og heyrðum í fólki þar. Við mátum aðstæður svo að þetta gæti gengið upp. Þannig að það var ekki eitthvað eitt það var margt. Ég held að niðurstaða þessara kosninga séu með þeim hætti að hér þurfi félagshyggjuöfl að taka sig saman,“ segir Líf. Meirihlutaviðræður flokkanna hefjast formlega síðar í dag. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59 Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Dagur B. Eggertsson segir enga kröfu hafa verið setta fram um einhvern annan en hann í stól borgarstjóra í þeim óformlegu viðræðum sem fráfarandi meirihlutaflokkar hafi átt í við Viðreisn. Flokkarnir hafi náð það langt að þeir telji fullvíst að þeir nái málefnalega landi í formlegum viðræðum sem hefjast í dag. Hins vegar sé ljóst að breytingar verði með aðkomu Viðreisnar og ekki sé verið að endurnýja fráfarandi meirihluta. Viðreisn, Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn ákváðu seinnipartinn í gær að ganga til formlegra viðræðna um myndu nýs meirihluta í borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson oddviti Samfylkingarinnar og borgarstjóri segir flokkana hafa notað tímann vel í óformlegum viðræðum frá kosningum og traust hafi myndast milli fólks og þessara fjögurra flokka. „Ég held að þeir eigi málefnalega samleið að mörgu leyti þótt það sé ýmislegt líka sem er ólíkt. En það getur líka verið styrkur ef maður viðurkennir það og tekur utan um það og áttar sig á að það er svo margt í lífinu sem eru málamiðlanir. En megin stefnan er fram á við og það eiga þessir flokkar sameiginlegt,“ segir Dagur. Fulltrúar flokkanna hafi hist á undanförnum dögum enda gangi svona viðræður ekki upp án þess að fólk hittist og horfist í augu. Kjörtímabil nýrrar borgarstjórnar hefst hinn 19. júní og segir Dagur flokkanna ætla að nýta tímann vel til mótunar málefnasáttmála fyrir þann tíma. „Við höfum sagt að við stefnum að því að koma með samstarfssamning í góðum tíma fyrir 19. júní. En við höfum ekki verið að setja okkur einhverjar frekari tímalínur eða dagsetningar í því,“ segir Dagur. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mætir til fundar í Marshall-húsinu um klukkan ellefu,Vísir/VilhelmViðreisn vill einfalda líf borgarbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar í borginni segir ekkert eitt hafa orðið til þess að Viðreisn ákvað að fara í formlega viðræður með Pírötum, Samfylkingu og Vinstri grænum. Hún hafi átt góða fundi með oddvitum allra flokka í borgarstjórn undanfarna daga. „En þetta var niðurstaðan en við samt sem áður komum til með að vinna öll saman næstu fjögur árin þessir flokkar, allir. En þetta var niðurstaðan núna,“ segir Lóa. Áherslur Viðreisnar í kosningabaráttunni um að einfalda líf borgarbúa verði áfram ríkjandi. „Við viljum einfalda allt sem snýr að þjónustu við borgarana og við atvinnulífið. það er allt mjög flókið. Við myndum vilja nútímavæða það. Við lögðum mikla áherslu á mennta og skólamálin og gera skólana að eftirsóttum vinnustöðum og auka sjálfstæði þeirra og faglet sjálfstæði kennaranna. Þetta var svona stóra málið og svo vorum við með mjög skýrar línur í atvinnulífinu,“ segir Lóa. Meðal annars þurfi að einfalda ferlið við að byggja húsnæði í borginni og færa úthverfin nær miðborginni. Hún segir engar kröfur hafa verið settar fram um embætti borgarstjóra eða önnur embætti. Þau mál verði rædd síðar. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, og Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, ræða málin á kosninganótt. Vísir/Vilhelm GunnarssonMátu aðstæður þannig að þetta gæti gengið upp Dagur tekur undir að málefnin verði kláruð fyrst. „Og ég er sannfærður um að við finnum niðurstöðu sem allir geta unað sáttir við og tryggir okkur slagkraft til að vinna að þeim verkefnum sem við viljum vinna að á næstu fjórum árum.“ En þú myndir helst vilja sitja áfram í borgarstjórastólnum? „Já, ég hef ekkert leynt því og það hafa ekki verið settar fram kröfur um annað,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna segir ekkert eitt hafa ráðið því að þessir flokkar ákváðu að hefja formlegar viðræður. „Landslagið eins og ég hef talað um, er fólkið. Þannig að við fórum öll inn í okkar bakland og heyrðum í fólki þar. Við mátum aðstæður svo að þetta gæti gengið upp. Þannig að það var ekki eitthvað eitt það var margt. Ég held að niðurstaða þessara kosninga séu með þeim hætti að hér þurfi félagshyggjuöfl að taka sig saman,“ segir Líf. Meirihlutaviðræður flokkanna hefjast formlega síðar í dag.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59 Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18 Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Gott traust skapast á milli flokkanna fjögurra Dagur B. Eggertsson segist bjartsýnn og spenntur fyrir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna, Viðreisnar og Pírata sem hefjast á morgun. 30. maí 2018 21:59
Meirihlutaviðræður í Marshall-húsinu Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hittust á fyrsta formlega fundi sínum vegna myndunar í Reykjavík núna upp úr klukkan 11 í Marshall-húsinu. 31. maí 2018 11:18
Formlegar viðræður Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og VG hefjast Óformlegar viðræður oddvita flokkanna um málefnagrunn leiddu til þeirrar sameiginlegu niðurstöðu að hefja formlegar viðræður á morgun. 30. maí 2018 18:55