„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:56 Konur hefur fjölgað nokkuð í stjórnum breskra fyrirtækja frá árinu 2011. Vísir/Getty Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“ Þetta er meðal þeirra afsakana sem stjórnamenn í fyrirtækjum, sem skráð eru í bresku kauphöllina, gáfu fyrir því að ráða ekki konur í stjórnirnar. Samkvæmt nýrri eigindlegri rannsókn breskra stjórnvalda, sem reifuð er stuttlega á vef BBC, eru tíu „verstu“ afsakanirnar tíundaðar. Bresk stjórnvöld stefna að því að konur verði þriðjungur stjórnarmanna í 350 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2020. Enn er töluvert í land en þó hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum á síðustu árum. Þannig fækkaði stjórnum fyrirtækja, sem aðeins voru skipaðar körlum, umtalsvert frá 2011 til 2017. Þær voru 152 talsins í upphafi tímabilsins en voru 10 í fyrra. Að sama skapi heyrast eftirtaldar afsakanir sjaldnar þegar rætt er um ráðningu kvenna í stjórnir fyrirtækja. Að sögn breska viðskiptaráðherrans Andrew Griffiths er það þó ekki nóg, það sé fyrirlitlegt að fyrirtæki skuli enn grípa til jafn lítillækkandi afsakana. Hann bendir jafnframt á það að fyrirtæki sem stýrt er af fjölbreyttum stjórnum séu alla jafna þau sem ná bestum árangri. Listann yfir tíu verstu afsakanirnar má sjá hér að neðan.„Ég held að konur passi hreinlega ekki inn í stjórnarumhverfið“„Það eru ekki margar konur með réttu hæfnina og reynsluna til að sitja í stjórninni - viðfangsefnin sem þar eru rædd eru gríðarlega flókin“„Flestar konur vilja ekki brasið og álagið sem fylgir stjórnarsetu“„Hluthöfum er alveg sama hvernig stjórnin er samsett - af hverju ættum við því að pæla eitthvað í samsetningunni?“„Aðrir stjórnarmenn myndu ekki vilja ráða konu“„Aðrir eru búnir að næla sér í allar góðu konurnar“„Við erum nú þegar með eina konu í stjórninni, þannig að við erum í góðum málum - nú er komið að einhverjum öðrum“„Það eru engar lausar stöður þessa stundina - ef einhver myndi losna þá myndum við íhuga að ráða konu“„Við þurfum að byggja okkur upp frá grunni - það eru hreinlega ekki margar reynslumiklar konur í þessum geira“„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“ Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“ Þetta er meðal þeirra afsakana sem stjórnamenn í fyrirtækjum, sem skráð eru í bresku kauphöllina, gáfu fyrir því að ráða ekki konur í stjórnirnar. Samkvæmt nýrri eigindlegri rannsókn breskra stjórnvalda, sem reifuð er stuttlega á vef BBC, eru tíu „verstu“ afsakanirnar tíundaðar. Bresk stjórnvöld stefna að því að konur verði þriðjungur stjórnarmanna í 350 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2020. Enn er töluvert í land en þó hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum á síðustu árum. Þannig fækkaði stjórnum fyrirtækja, sem aðeins voru skipaðar körlum, umtalsvert frá 2011 til 2017. Þær voru 152 talsins í upphafi tímabilsins en voru 10 í fyrra. Að sama skapi heyrast eftirtaldar afsakanir sjaldnar þegar rætt er um ráðningu kvenna í stjórnir fyrirtækja. Að sögn breska viðskiptaráðherrans Andrew Griffiths er það þó ekki nóg, það sé fyrirlitlegt að fyrirtæki skuli enn grípa til jafn lítillækkandi afsakana. Hann bendir jafnframt á það að fyrirtæki sem stýrt er af fjölbreyttum stjórnum séu alla jafna þau sem ná bestum árangri. Listann yfir tíu verstu afsakanirnar má sjá hér að neðan.„Ég held að konur passi hreinlega ekki inn í stjórnarumhverfið“„Það eru ekki margar konur með réttu hæfnina og reynsluna til að sitja í stjórninni - viðfangsefnin sem þar eru rædd eru gríðarlega flókin“„Flestar konur vilja ekki brasið og álagið sem fylgir stjórnarsetu“„Hluthöfum er alveg sama hvernig stjórnin er samsett - af hverju ættum við því að pæla eitthvað í samsetningunni?“„Aðrir stjórnarmenn myndu ekki vilja ráða konu“„Aðrir eru búnir að næla sér í allar góðu konurnar“„Við erum nú þegar með eina konu í stjórninni, þannig að við erum í góðum málum - nú er komið að einhverjum öðrum“„Það eru engar lausar stöður þessa stundina - ef einhver myndi losna þá myndum við íhuga að ráða konu“„Við þurfum að byggja okkur upp frá grunni - það eru hreinlega ekki margar reynslumiklar konur í þessum geira“„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira