„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2018 06:56 Konur hefur fjölgað nokkuð í stjórnum breskra fyrirtækja frá árinu 2011. Vísir/Getty Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“ Þetta er meðal þeirra afsakana sem stjórnamenn í fyrirtækjum, sem skráð eru í bresku kauphöllina, gáfu fyrir því að ráða ekki konur í stjórnirnar. Samkvæmt nýrri eigindlegri rannsókn breskra stjórnvalda, sem reifuð er stuttlega á vef BBC, eru tíu „verstu“ afsakanirnar tíundaðar. Bresk stjórnvöld stefna að því að konur verði þriðjungur stjórnarmanna í 350 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2020. Enn er töluvert í land en þó hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum á síðustu árum. Þannig fækkaði stjórnum fyrirtækja, sem aðeins voru skipaðar körlum, umtalsvert frá 2011 til 2017. Þær voru 152 talsins í upphafi tímabilsins en voru 10 í fyrra. Að sama skapi heyrast eftirtaldar afsakanir sjaldnar þegar rætt er um ráðningu kvenna í stjórnir fyrirtækja. Að sögn breska viðskiptaráðherrans Andrew Griffiths er það þó ekki nóg, það sé fyrirlitlegt að fyrirtæki skuli enn grípa til jafn lítillækkandi afsakana. Hann bendir jafnframt á það að fyrirtæki sem stýrt er af fjölbreyttum stjórnum séu alla jafna þau sem ná bestum árangri. Listann yfir tíu verstu afsakanirnar má sjá hér að neðan.„Ég held að konur passi hreinlega ekki inn í stjórnarumhverfið“„Það eru ekki margar konur með réttu hæfnina og reynsluna til að sitja í stjórninni - viðfangsefnin sem þar eru rædd eru gríðarlega flókin“„Flestar konur vilja ekki brasið og álagið sem fylgir stjórnarsetu“„Hluthöfum er alveg sama hvernig stjórnin er samsett - af hverju ættum við því að pæla eitthvað í samsetningunni?“„Aðrir stjórnarmenn myndu ekki vilja ráða konu“„Aðrir eru búnir að næla sér í allar góðu konurnar“„Við erum nú þegar með eina konu í stjórninni, þannig að við erum í góðum málum - nú er komið að einhverjum öðrum“„Það eru engar lausar stöður þessa stundina - ef einhver myndi losna þá myndum við íhuga að ráða konu“„Við þurfum að byggja okkur upp frá grunni - það eru hreinlega ekki margar reynslumiklar konur í þessum geira“„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“ Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Konur passa ekki inn, vilja forðast brasið og eiga erfitt með að leysa „flókin viðfangsefni.“ Þetta er meðal þeirra afsakana sem stjórnamenn í fyrirtækjum, sem skráð eru í bresku kauphöllina, gáfu fyrir því að ráða ekki konur í stjórnirnar. Samkvæmt nýrri eigindlegri rannsókn breskra stjórnvalda, sem reifuð er stuttlega á vef BBC, eru tíu „verstu“ afsakanirnar tíundaðar. Bresk stjórnvöld stefna að því að konur verði þriðjungur stjórnarmanna í 350 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2020. Enn er töluvert í land en þó hefur nokkur árangur náðst í þeim efnum á síðustu árum. Þannig fækkaði stjórnum fyrirtækja, sem aðeins voru skipaðar körlum, umtalsvert frá 2011 til 2017. Þær voru 152 talsins í upphafi tímabilsins en voru 10 í fyrra. Að sama skapi heyrast eftirtaldar afsakanir sjaldnar þegar rætt er um ráðningu kvenna í stjórnir fyrirtækja. Að sögn breska viðskiptaráðherrans Andrew Griffiths er það þó ekki nóg, það sé fyrirlitlegt að fyrirtæki skuli enn grípa til jafn lítillækkandi afsakana. Hann bendir jafnframt á það að fyrirtæki sem stýrt er af fjölbreyttum stjórnum séu alla jafna þau sem ná bestum árangri. Listann yfir tíu verstu afsakanirnar má sjá hér að neðan.„Ég held að konur passi hreinlega ekki inn í stjórnarumhverfið“„Það eru ekki margar konur með réttu hæfnina og reynsluna til að sitja í stjórninni - viðfangsefnin sem þar eru rædd eru gríðarlega flókin“„Flestar konur vilja ekki brasið og álagið sem fylgir stjórnarsetu“„Hluthöfum er alveg sama hvernig stjórnin er samsett - af hverju ættum við því að pæla eitthvað í samsetningunni?“„Aðrir stjórnarmenn myndu ekki vilja ráða konu“„Aðrir eru búnir að næla sér í allar góðu konurnar“„Við erum nú þegar með eina konu í stjórninni, þannig að við erum í góðum málum - nú er komið að einhverjum öðrum“„Það eru engar lausar stöður þessa stundina - ef einhver myndi losna þá myndum við íhuga að ráða konu“„Við þurfum að byggja okkur upp frá grunni - það eru hreinlega ekki margar reynslumiklar konur í þessum geira“„Ég get ekkert bara ráðið konu af því að mig langar til þess“
Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira