Þingmaður Evrópusambandsins segir dísilvélina dauðadæmda Finnur Thorlacius skrifar 31. maí 2018 08:00 Vonast er til að bílaframleiðendur leggi meiri áherslu á rafmagns- og tengiltvinnbíla í framtíðinni. Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Elzbieta Bienkowska, þingmaður Evrópusambandsins, segir daga dísilvélarinnar brátt liðna og að tilvist hennar muni algjörlega heyra sögunni til. Hún segir að dísilvélasvindl Volkswagen hafi opnað augu fólks fyrir þeirri hættulegu NOx mengun dísilvélarinnar og að þrýstingur frá ráðandi opinberum öflum muni valda því að allir bílaframleiðendur hætti framleiðslu á bílum með dísilvélar. Nokkrir bílaframleiðendur hafa þegar lýst því yfir að þeir muni alfarið hætta framleiðslu á dísilbílum, meðal annars Volvo og Fiat Chrysler Automobiles. Volvo hefur sagt að frekari þróun dísilvéla sé þegar hætt og að þeir bílar sem þeir enn bjóða með dísilvélum muni renna sitt skeið með tilkomu síðustu kynslóða þeirra. Fiat Chrysler ætlar alfarið að hætta að selja dísilbíla árið 2022, eða eftir aðeins fjögur ár.Ýtir dísilvélinni út í kuldann Aðrir bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz og Jaguar Land Rover hafa réttlætt tilvist dísilvélarinnar vegna þess að þær eyða svo litlu, en öll löggjöf sem unnið er að í löndum Evrópu er á þá lund að erfitt getur reynst bílaframleiðendum að halda áfram sölu dísilbíla og kröfur um stórminnkandi hættulega mengun verða sífellt strangari. Elzbieta segir að með því sé bílaframleiðendum ýtt að framleiðslu tengiltvinnbíla og rafmagnsbíla og þar hefur bílaframleiðandi eins og Volkswagen Group sannarlega brugðist hratt við og brátt munu allar bílgerðir fyrirtækisins brátt verða þannig útbúnar. Enn fremur hræðast bílaframleiðendur þau bönn sem annaðhvort nú þegar hafa verið sett eða verða sett á dísilbíla, en þeir verða bannaðir í mörgum borgum og jafnvel heilu löndunum, eins og Hollandi, eftir nokkur ár. Með því muni kaupendur hræðast dísilbíla og bílaframleiðendum nauðugur einn kostur að hætta framleiðslu á þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00 Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Tilgangur hækkunar er að draga úr notkun bensínbíla Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir hækkun kolefnisgjalds sé stefnumörkun ríkisstjórnarinnar til að draga úr losun koltvísýrings. Markmiðið sé að fá fólk til að draga úr notkun bensínknúinna ökutækja. Framkvæmdastjóri FÍB telur þetta hreina skattheimtu þar sem tekjurnar séu ekki eyrnamerktar sérstökum aðgerðum í loftslagsmálum. 7. apríl 2018 10:00
Bensínverð hækkar og umhverfisvænir bílar verða ódýrari í innflutningi Gert er ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að kolefnisgjald sem leggst ofan á bensínverð hækki um 10 prósent á næsta ári og svo aftur um 10 prósent árið 2020. Hvor hækkun um sig á að skila ríkissjóði 600 milljónir króna árlega en markmiðið er að draga úr losun koltvísýrings. Þá verða vörugjöld á umhverfisvæna bíla lækkuð til að hvetja fólk til að velja þá frekar. 6. apríl 2018 12:00