Slitnað upp úr viðræðum í Grindavík Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 16:24 Framsóknarflokkurinn í Grindavíkur ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta með Miðflokki, Röddum unga fólksins og Samfylkingu. rödd unga fólksins Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“ Kosningar 2018 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn í Grindavík, með Sigurð Óla Þorleifsson í broddi fylkingar, ákvað að draga sig úr viðræðum um myndun meirihluta en síðustu daga hefur hann átt í viðræðum með Miðflokki, Samfylkingu og Röddum unga fólksins. Flokkurinn hefur nú snúið sér að Sjálfstæðisflokki og ætlar nú að kanna hvort flokkarnir nái saman. „Sama hvernig þetta fer þá munum við alltaf vinna saman,“ segir Helga Dís Jakobsdóttir, oddviti Radda unga fólksins, í samtali við vísi. Rödd unga fólksins hefur talsverða sérstöðu en flokkurinn er að mestu skipaður fólki á tvítugs og þrítugsaldri. Helga Dís er enn að átta sig á niðurstöðum sveitarstjórnarkosninga en þessi nýstofnaði flokkur er næststærsti flokkurinn í Grindavík að loknum kosningum með 19,2% atkvæða.Stóðu á tímamótum Helga Dís segir að hugmyndin um stofnun nýs stjórnmálaafls hafi kviknað þegar nokkrir af gömlu skólafélögunum hittust á haustmánuðum síðasta árs. Hún segir að þau hafi flest staðið á tímamótum í sínu lífi og hafi verið farin að velta fyrir sér hvort þau ætluðu að setjast að í Grindavík eða leita tækifæra annars staðar. „Við vorum flest á þeim stað í lífinu að við vorum að safna fyrir innborgun á íbúð og að stofna fjölskyldu og þess háttar. Við vorum á þeim tímamótum að við vorum að taka ákvörðun um það […] hvort við ætluðum að flytja aftur heim eða hvað við ætluðum að gera. Þá barst talið að ýmsum málefnum varðandi bæinn. Við höfðum bara sterkar skoðanir á því. Við búum í frábæru bæjarfélagi en það er margt sem má gera betur,“ segir Helga Dís sem bendir á að frambjóðendum Radda unga fólksins var boðið að taka sæti á öðrum listum en þeir hafi frekar vilja nýta samtakamátt unga fólksins til áhrifa. Það væri brýnt að raddir þeirra heyrðust við ákvörðunartökuborðið. „Tilfinning okkar er sú að það sem heldur aftur að ungu fólki er að það nennir ekki að vera að svara fyrir rótgróna flokka eða vera skilgreind eftir rótgrónum flokkum,“ segir Helga Dís, því hafi þau ákveðið að skapa vettvang til þess að gera Grindavík að betra bæjarfélagi „þannig að það væri engin spurning að við vildum flytja aftur heim.“ Það sem er efst á blaði hjá Röddum unga fólksins eru daggæslumálin og húsnæðismálin. „Eins og staðan er núna er ég að reyna að flytja að heiman en get það ekki því það vantar framboð á minni íbúðum. Þetta eru mál sem allir eru sammála um að það þurfi að fara í. Við viljum líka helst beita okkur fyrir því að hafa opna stjórnsýslu; opið bókhald og þjónustumiðaða stjórnsýslu“
Kosningar 2018 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira