Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - ÍA 1-2 | Skagamenn áfram eftir sigurmark í lokin gegn Grindavík Smári Jökull Jónsson skrifar 30. maí 2018 22:15 Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði Grindavíkur. vísir/daníel Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. Liðin sitja bæði í 2.sæti í sínum deildum, Grindavík í Pepsi-deildinni en Skagamenn í Inkasso-deildinni. Leikurinn var rólegur framan af og lítið um opin færi. Grindvíkingar gerðu breytingar á sínu liði fyrir þennan leik og meðal annars var Alexander Veigar Þórarinsson í byrjunarliði í fyrsta sinn í sumar. Skagamenn voru augljóslega mættir til að selja sig dýrt og þeir börðust vel fyrir sínu. Sító, framherji Grindvíkinga, skoraði mark um miðjan fyrri hálfleik eftir laglegt spil en var dæmdur rangstæður. Klaufalegt hjá framherjanum knáa. Staðan í hálfleik var 0-0 en Skagamenn voru ekki lengi að breyta því. Steinar Þorsteinsson kom þeim yfir á 48.mínútu með marki af stuttu færi. Eftir þetta færðu gestirnir sig aftar og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Grindvíkingar áttu í mestu vandræðum með að brjóta vörn Skagamanna á bak aftur og sköpuðu lítið af færum. Þeir náðu þó að jafna á 79.mínútu þegar Aron Jóhannsson skoraði gott skallamark eftir sendingu frá Sam Hewson. Þegar allt leit svo út fyrir að leikurinn færi í framlengingu skoraði ÍA sigurmarkið. Arnar Már Guðjónsson gerði það eftir lagleg tilþrif í teignum og gestirnir fögnuðu ógurlega. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði og Skagamenn eru því komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.Af hverju vann ÍA?Þeir vildu sigurinn einfaldlega meira, sýndu meiri baráttu og áttu skilið að komast áfram í kvöld. Þeir lokuðu vel á Grindvíkinga sem sköpuðu sér ekki opið færi allan leikinn. Grindvíkingar voru máttlausir sóknarlega og reyndu mikið af háum boltum sem gengu ekki vel.Þessir stóðu upp úr: Arnar Már skoraði sigurmarkið og var feykilega duglegur á miðjunni. Einar Logi og Arnór Snær voru traustir í miðju varnarinnar og Stefán Teitur, Þórður Þórðarson og Steinar Þorsteinsson skiluðu sínu. Hjá ÍA var Rodrigo Mateo ágætur en var oft seinn að fylgja með í sóknina. Sam Hewson hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu og lagði upp mark í kvöld. Annars geta allir í liði Grindavíkur gert betur en þeir gerðu í kvöld.Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk mjög illa að brjóta vörn Skagamanna á bak aftur. Markið kom með skalla úr teignum en annars sköpuðu heimamenn sér varla færi. Besta sókn þeirra skilaði reyndar marki en þá var Sító dæmdur rangstæður.Hvað gerist næst? Skagamenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Grindavík er úr leik. Næsta umferð bikarsins verður tvískipt, annars vegar tveir leikir í lok júní og svo hinir tveir um miðjan júlí en þetta er vegna þátttöku liða í Evrópukeppni. Óli Stefán: Þeir verðskulduðu sigurinnÓli Stefán Flóventsson sagði sína menn ekki hafa verið nógu góða í kvöld.Vísir/Andri Marínó„Mér fannst við ekki nógu góðir. Þetta var ágætis fyrri hálfleikur og við hefðum getað gert betur í nokkrum fínum stöðum sem við fengum þá. Í seinni hálfleik fórum við of snemma í það að þvinga boltann í úrslitasendingar og úr því sem við erum góðir í,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn ÍA í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Við gerðum þeim auðvelt fyrir að verjast. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ósáttur við síðari hálfleikinn,“ bætti Óli við og sagði að það hefði verið sérlega svekkjandi að fá á sig mark í lokin. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í tvö ár sem við fáum á okkur mark svona seint. Það er gríðarlega vont og svekkjandi og sérstaklega þegar maður fær ekkert annan séns heldur er maður bara dottinn út úr keppninni. Ég sagði við strákana að við vinnum saman og töpum saman og við komum sterkir út úr þessu.“ Grindavík gerði nokkrar breytingar á sínu liði fyrir þennan leik og sagði Óli það vera vegna fjölda leikja þessa dagana. „Ég gerði þetta fyrst og fremst til að fá ferskleika. Við fengum tvo daga á milli leikja og þeir fengu fjóra, það munaði pínulítið á ferskleika og ég vildi nýta þennan stóra hóp sem við höfum.“ Óli sagði sigur Skagamanna hafa verið sanngjarnan. „Þeir berjast vel og þetta eru ungir og sprækir strákar og gefa sig klárlega fyrir málstaðinn og ég tek ofan fyrir þeim fyrir það. Ég sagði við strákana áðan að þeir verðskulduðu sigurinn því þeir sýndu meiri vilja í að klára leikinn heldur en við.“ „Ég veit líka að þar sem Siggi Jóns er þá færðu alltaf svona frammistöðu og vinnuframlag,“ sagði Óli Stefán að lokum en aðstoðarþjálfarinn Sigurður Jónsson stýrði Skagaliðinu í dag þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari þeirra var í leikbanni. Jóhannes Karl: Ég vil fá að draga upp úr hattinumJóhannes Karl er þjálfari Skagamanna.vísir/stefán„Þetta var baráttusigur og það er hörku karakter í þessum strákum. Þeir eru tilbúnir að leggja sig fram og vinna fyrir hvorn annan sem er frábært. Mér fannst við líka á köflum spila ágætan fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir leikinn í Grindavík í kvöld. Jóhannes Karl var í leikbanni og sá leikinn úr stúkunni í dag en var mættur í viðtal hjá Vísi eftir leik. „Við komumst í ágætar stöður gegn góðri fimm manna varnarlínu en á köflum þurftum við að hafa aðeins meiri trú á að við gætum ógnað. Við erum með flinka, leikna og hraða leikmenn frammi hjá okkur. Þetta var frábær leikur í alla staði en mér fannst við alveg getað ógnað meira og jafnvel skorað fleiri mörk.“ Grindavík jafnaði metin á 79.mínútu og héldu þá kannski margir að úrvalsdeildarliðið myndi nýta meðbyrinn og taka sigurinn. „Mér fannst þeir ekkert vera líklegri. Þeir voru mikið með boltann og við þéttir til baka. Þeir voru að lyfta háum boltum og við hefðum getað leyst það betur. Þeir voru ekki að opna okkur neitt og háu boltanir voru það eina sem þeir höfðu á okkur. Það heppnaðist hjá þeim en við ætluðum ekkert að leggja árar í bát og sem betur fer náðum við 2-1 markinu.“ Eins og áður segir var Jóhannes Karl í banni og sá leikinn úr stúkunni. Það er staða sem hann vill ekki vera í. „Þetta er fáránleg tilfinning og mjög erfið. Oft á tíðum langaði mann að hvetja sína menn til dáða úr stúkunni en það er hálf kjánalegt að gera það þaðan. Ég þurfti að taka út mína refsingu og vonandi þarf ég aldrei aftur að gera það.“ Jóhannes Karl var með eina ósk varðandi næstu umferð í Mjólkurbikarnum. „Ég væri til í að fá að draga upp úr hattinum sem þýðir að við fengjum heimaleik. Við höfum ekki fengið það til þessa og ég myndi vilja heimaleik næst.“ Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og beint í Gattuso tæklinguArnar Már í leik gegn Blikum á síðustu leiktíð.vísir/vilhelm„Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum, þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu "Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað," 30. maí 2018 21:47
Skagamenn gerðu sér lítið fyrir og slógu Pepsi-deildar lið Grindavíkur út úr Mjólkurbikarnum með 2-1 sigri í Grindavík í kvöld. Sigurmarkið skoraði Arnar Már Guðjónsson á 88.mínútu. Liðin sitja bæði í 2.sæti í sínum deildum, Grindavík í Pepsi-deildinni en Skagamenn í Inkasso-deildinni. Leikurinn var rólegur framan af og lítið um opin færi. Grindvíkingar gerðu breytingar á sínu liði fyrir þennan leik og meðal annars var Alexander Veigar Þórarinsson í byrjunarliði í fyrsta sinn í sumar. Skagamenn voru augljóslega mættir til að selja sig dýrt og þeir börðust vel fyrir sínu. Sító, framherji Grindvíkinga, skoraði mark um miðjan fyrri hálfleik eftir laglegt spil en var dæmdur rangstæður. Klaufalegt hjá framherjanum knáa. Staðan í hálfleik var 0-0 en Skagamenn voru ekki lengi að breyta því. Steinar Þorsteinsson kom þeim yfir á 48.mínútu með marki af stuttu færi. Eftir þetta færðu gestirnir sig aftar og freistuðu þess að halda fengnum hlut. Grindvíkingar áttu í mestu vandræðum með að brjóta vörn Skagamanna á bak aftur og sköpuðu lítið af færum. Þeir náðu þó að jafna á 79.mínútu þegar Aron Jóhannsson skoraði gott skallamark eftir sendingu frá Sam Hewson. Þegar allt leit svo út fyrir að leikurinn færi í framlengingu skoraði ÍA sigurmarkið. Arnar Már Guðjónsson gerði það eftir lagleg tilþrif í teignum og gestirnir fögnuðu ógurlega. Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en höfðu ekki erindi sem erfiði og Skagamenn eru því komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins.Af hverju vann ÍA?Þeir vildu sigurinn einfaldlega meira, sýndu meiri baráttu og áttu skilið að komast áfram í kvöld. Þeir lokuðu vel á Grindvíkinga sem sköpuðu sér ekki opið færi allan leikinn. Grindvíkingar voru máttlausir sóknarlega og reyndu mikið af háum boltum sem gengu ekki vel.Þessir stóðu upp úr: Arnar Már skoraði sigurmarkið og var feykilega duglegur á miðjunni. Einar Logi og Arnór Snær voru traustir í miðju varnarinnar og Stefán Teitur, Þórður Þórðarson og Steinar Þorsteinsson skiluðu sínu. Hjá ÍA var Rodrigo Mateo ágætur en var oft seinn að fylgja með í sóknina. Sam Hewson hefur verið besti leikmaður liðsins á tímabilinu og lagði upp mark í kvöld. Annars geta allir í liði Grindavíkur gert betur en þeir gerðu í kvöld.Hvað gekk illa? Grindvíkingum gekk mjög illa að brjóta vörn Skagamanna á bak aftur. Markið kom með skalla úr teignum en annars sköpuðu heimamenn sér varla færi. Besta sókn þeirra skilaði reyndar marki en þá var Sító dæmdur rangstæður.Hvað gerist næst? Skagamenn eru komnir áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins en Grindavík er úr leik. Næsta umferð bikarsins verður tvískipt, annars vegar tveir leikir í lok júní og svo hinir tveir um miðjan júlí en þetta er vegna þátttöku liða í Evrópukeppni. Óli Stefán: Þeir verðskulduðu sigurinnÓli Stefán Flóventsson sagði sína menn ekki hafa verið nógu góða í kvöld.Vísir/Andri Marínó„Mér fannst við ekki nógu góðir. Þetta var ágætis fyrri hálfleikur og við hefðum getað gert betur í nokkrum fínum stöðum sem við fengum þá. Í seinni hálfleik fórum við of snemma í það að þvinga boltann í úrslitasendingar og úr því sem við erum góðir í,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn ÍA í Mjólkurbikarnum í kvöld. „Við gerðum þeim auðvelt fyrir að verjast. Ég er fyrst og fremst gríðarlega ósáttur við síðari hálfleikinn,“ bætti Óli við og sagði að það hefði verið sérlega svekkjandi að fá á sig mark í lokin. „Ég held að þetta sé í fyrsta sinn í tvö ár sem við fáum á okkur mark svona seint. Það er gríðarlega vont og svekkjandi og sérstaklega þegar maður fær ekkert annan séns heldur er maður bara dottinn út úr keppninni. Ég sagði við strákana að við vinnum saman og töpum saman og við komum sterkir út úr þessu.“ Grindavík gerði nokkrar breytingar á sínu liði fyrir þennan leik og sagði Óli það vera vegna fjölda leikja þessa dagana. „Ég gerði þetta fyrst og fremst til að fá ferskleika. Við fengum tvo daga á milli leikja og þeir fengu fjóra, það munaði pínulítið á ferskleika og ég vildi nýta þennan stóra hóp sem við höfum.“ Óli sagði sigur Skagamanna hafa verið sanngjarnan. „Þeir berjast vel og þetta eru ungir og sprækir strákar og gefa sig klárlega fyrir málstaðinn og ég tek ofan fyrir þeim fyrir það. Ég sagði við strákana áðan að þeir verðskulduðu sigurinn því þeir sýndu meiri vilja í að klára leikinn heldur en við.“ „Ég veit líka að þar sem Siggi Jóns er þá færðu alltaf svona frammistöðu og vinnuframlag,“ sagði Óli Stefán að lokum en aðstoðarþjálfarinn Sigurður Jónsson stýrði Skagaliðinu í dag þar sem Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari þeirra var í leikbanni. Jóhannes Karl: Ég vil fá að draga upp úr hattinumJóhannes Karl er þjálfari Skagamanna.vísir/stefán„Þetta var baráttusigur og það er hörku karakter í þessum strákum. Þeir eru tilbúnir að leggja sig fram og vinna fyrir hvorn annan sem er frábært. Mér fannst við líka á köflum spila ágætan fótbolta,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA eftir leikinn í Grindavík í kvöld. Jóhannes Karl var í leikbanni og sá leikinn úr stúkunni í dag en var mættur í viðtal hjá Vísi eftir leik. „Við komumst í ágætar stöður gegn góðri fimm manna varnarlínu en á köflum þurftum við að hafa aðeins meiri trú á að við gætum ógnað. Við erum með flinka, leikna og hraða leikmenn frammi hjá okkur. Þetta var frábær leikur í alla staði en mér fannst við alveg getað ógnað meira og jafnvel skorað fleiri mörk.“ Grindavík jafnaði metin á 79.mínútu og héldu þá kannski margir að úrvalsdeildarliðið myndi nýta meðbyrinn og taka sigurinn. „Mér fannst þeir ekkert vera líklegri. Þeir voru mikið með boltann og við þéttir til baka. Þeir voru að lyfta háum boltum og við hefðum getað leyst það betur. Þeir voru ekki að opna okkur neitt og háu boltanir voru það eina sem þeir höfðu á okkur. Það heppnaðist hjá þeim en við ætluðum ekkert að leggja árar í bát og sem betur fer náðum við 2-1 markinu.“ Eins og áður segir var Jóhannes Karl í banni og sá leikinn úr stúkunni. Það er staða sem hann vill ekki vera í. „Þetta er fáránleg tilfinning og mjög erfið. Oft á tíðum langaði mann að hvetja sína menn til dáða úr stúkunni en það er hálf kjánalegt að gera það þaðan. Ég þurfti að taka út mína refsingu og vonandi þarf ég aldrei aftur að gera það.“ Jóhannes Karl var með eina ósk varðandi næstu umferð í Mjólkurbikarnum. „Ég væri til í að fá að draga upp úr hattinum sem þýðir að við fengjum heimaleik. Við höfum ekki fengið það til þessa og ég myndi vilja heimaleik næst.“ Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og beint í Gattuso tæklinguArnar Már í leik gegn Blikum á síðustu leiktíð.vísir/vilhelm„Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum, þetta er geggjað,“ sagði Arnar Már Guðjónsson sem var hetja Skagamanna sem slógu út Grindavík í Mjólkurbikarnum í kvöld. Skagamenn hafa byrjað vel í Inkasso-deildinni og flestir spá þeim rakleiðis upp í deild hinna bestu á ný, þaðan sem þeir féllu í fyrra. Arnar Már sagði þá vilja leggja púður í bikarkeppnina. „Við fáum að spila á móti Grindavík sem er topplið í Pepsi-deildinni og þetta eru leikirnir sem maður villa spila, á móti bestu liðunum. Mér fannst við sýna það að við eigum í fullu tré við þá,“ bætti Arnar Már við og var á því að sigurinn í kvöld hefði verið sanngjarn. „Mér fannst það. Fyrri hálfleikur var erfiður því við náðum ekki að loka á vængbakverðina þeirra en mér fannst þetta sanngjarnt,“ en Skagamenn breyttu yfir í fimm manna varnarlínu fljótlega í síðari hálfleiknum. Mark Arnars kom á 88.mínútu og gerði hann það vel, skoraði af stuttu færi eftir fín tilþrif í teignum. „Ég sá að Höddi var að fara að negla honum á fjær og að Stebbi myndi missa af honum. Ég bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu sem endaði í markinu.“ Skagamaðurinn hressi var sammála þjálfara sínum í því að hann vildi fá heimaleik í næstu umferð og var alveg með það á hreinu hvernig hann myndi fagna í kvöld. „Ég vil ekki útileik. Nú ætla ég að njóta þess aðeins að vera kominn áfram, hendi kannski mynd á Grammið í kvöld og nýt þess og svo spáum við í framhaldinu á morgun,“ sagði hetja Skagamanna að lokum.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu "Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað," 30. maí 2018 21:47
Arnar Már: Bombaði mér í Cruyff snúning og svo beint í Gattuso tæklingu "Tilfinningin er ógeðslega góð, þetta er náttúrulega bikarleikur og það er alltaf gaman að komast áfram í bikarnum og sérstaklega þegar maður skorar sigurmarkið sjálfur á lokamínútunum. Þetta er geggjað," 30. maí 2018 21:47
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti