Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. maí 2018 12:25 Til rannsóknar er hvort Nasdaq verðbréfamiðstöð hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. Vísir/Anton Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“ Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nasdaq verðbréfamiðstöð hafnar öllum ásökunum sem birtust í frétt Fréttablaðsins í morgun um starfsemi miðstöðvarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar en í frétt Fréttablaðsins var greint frá því að Samkeppniseftirlitið hefði ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi verðbréfamiðstöðvarinnar á markaði fyrir skráningu verðbréfa. Mun rannsókn eftirlitsins beinast að markaðsráðandi stöðu þess, e en það hefur um langt skeið verið hið eina hér á landi með starfsleyfi sem verðbréfamiðstöð, og jafnframt að því hvort félagið hafi með háttsemi sinni misnotað umrædda stöðu. Í tilkynningu Nasdaq verðbréfamiðstöðvar segir að mjög skýr og rík lagaumgjörð sé um starfsemi verðbréfamiðstöðva. „Staðlar og kröfur sem eftirlitsaðilar í Evrópu hafa sett fram gera ráð fyrir að samkeppni fari fram með tengingum á milli verðbréfamiðstöðva. Fylgir Nasdaq verðbréfamiðstöð þeim kröfum í einu og öllu. Einungis er hægt að flytja verðbréf á milli verðbréfamiðstöðva að ósk útgefenda verðbréfa og að gættum hagsmunum eigenda þeirra. Engin ósk um slíkt hefur borist,“ segir í tilkynningunni. Þar segir jafnframt: „Það sem Verðbréfamiðstöð Íslands kallar flutning á verðbréfum á milli verðbréfamiðstöðva samkvæmt frétt sem birtist í morgun, er í reynd ekki flutningur, heldur tenging við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Tengingar á milli verðbréfamiðstöðva í Evrópu eru algengar og er ávallt tekið gjald fyrir þær enda óhjákvæmilegur kostnaður sem felst í því að þjónusta slíkar tengingar. Allar skyldur Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er lúta að útgáfu og utanumhaldi verðbréfanna haldast óbreyttar, óháð tengingu á milli verðbréfamiðstöðva. Verðskrá Nasdaq verðbréfamiðstöðvar byggir á sömu nálgun og gjaldskrár verðbréfamiðstöðva í Evrópu. Verðbréfamiðstöð Íslands hefur ekki óskað eftir tengingu við Nasdaq verðbréfamiðstöð. Óski Verðbréfamiðstöð Íslands eftir því að tengjast Nasdaq verðbréfamiðstöð mun hún að sjálfsögðu verða við því á grundvelli þeirra krafna sem gerðar eru um slíkar tengingar lögum samkvæmt. Nasdaq verðbréfamiðstöð á eftir að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Samkeppniseftirlitið og verður það gert á næstu dögum. Nasdaq verðbréfamiðstöð er meðal þriggja mikilvægra innviða á Íslandi, ásamt stórgreiðslukerfi Seðlabanka Íslands og jöfnunarkerfi Greiðsluveitunnar sem rekið er af Seðlabankanum. Starfsemi Nasdaq verðbréfamiðstöðvar er undir eftirliti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.“
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira