Erlent

Byssumaðurinn í Liege myrti annan mann kvöldið fyrir árásina

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Liege í gær.
Frá vettvangi í Liege í gær. vísir/ap
Maðurinn sem skaut tvær lögreglukonur og ungan mann til bana í belgísku borginni Liege í gær myrti annan mann á mánudaginn, kvöldið fyrir árásina.

Jan Jambon, innanríkisráðherra Belgíu, sagði að byssumaðurinn, Benjamin Herman, hefði á mánudagskvöld myrt fyrrverandi fanga sem hann hefði hitt í fangelsi.

Saksóknarar segja skotárásina hryðjuverk en maðurinn hrópaði nokkurm sinnum „Allahu Akbar,“ eða „Guð er mikill“, á meðan á árásinni stóð.

Manninum hafði verið sleppt tímabundið úr fangelsi á mánudaginn en hann sat inni fyrir þjófnaðar-og fíkniefnalagabrot. Hann átti að koma aftur í fangelsið í gær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×