15 dagar í HM: Þegar Zenga lokaði búrinu á heimavelli Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. maí 2018 13:30 Zenga með einbeitinguna í lagi. Þessi glæsilega treyja og gullkeðjan lifa enn í minningu margra. vísir/getty Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
Ítalski markvörðurinn Walter Zenga setti met á HM 1990 á Ítalíu sem stendur enn. Þá virtist hreinlega ekki vera hægt að skora hjá honum. Zenga gerði sér nefnilega lítið fyrir og hélt hreinu í fimm leikjum í röð. Það var ekki fyrr en í undanúrslitum keppninnar sem loksins tókst að skora hjá honum. Þá var ekki búið að skora hjá honum í 518 mínútur. Það mark gerði Argentínumaðurinn Claudio Caniggia með skalla. Sá leikur endaði í vítaspyrnukeppni þar sem Zenga náði ekki að verja neina af spyrnum Argentínumanna sem fyrir vikið komust í úrslit. Ítalía vann svo England, 2-1, í leiknum um bronsið.Leikirnir fimm þar sem Zenga hélt hreinu voru gegn Austurríki, Tékkóslóvakíu og Bandaríkjunum í riðlinum. Svo hélt hann hreinu gegn Úrúgvæ í 16-liða úrslitum keppninnar sem og gegn Írum í átta liða úrslitunum. Magnaður árangur. Zenga, sem er orðinn 58 ára gamall í dag, átti magnaðan feril og var lengi vel talinn vera besti markvörður heims. Hann er líka almennt talinn vera einn besti markvörður allra tíma. Lungann úr ferlinum var hann hjá Inter. Kom þangað sem unglingur árið 1971 en spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik með félaginu árið 1978. Hann stóð í marki Inter til ársins 1994 og náði að spila 328 leiki fyrir félagið. Svo fór hann í tvö ár til Sampdoria og síðasta leiktíðin á Ítalíu var hjá Padova.Zenga fagnar einu sinni sem oftar á HM 1990.vísir/gettySíðustu tvö ár ferilsins voru hjá New England Revolution í Bandaríkjunum en hanskarnir fóru upp í hillu árið 1999. Hann spilaði 58 landsleiki fyrir Ítalíu. Þann síðasta árið 1992. Í dag þjálfar hann Crotone á Ítalíu en hann hefur víða komið við á þjálfaraferli sínum sem hófst hjá New England Revolution. Hann er búinn að þjálfa í Rúmeníu, Serbíu, Tyrklandi, Sádi Arabíu og Englandi þar sem hann var til skamms tíma þjálfari Úlfanna fyrir tveimur árum síðan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00 17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00 22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00 20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30 Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Býflugurnar kláruðu Bournemouth Stefán Teitur hetja Preston Madrídingar lyftu sér á toppinn Bæjarar töpuðu stigum í Berlín Fanney Inga í undanúrslit sænska bikarsins á fyrsta ári Vandræði meistaranna halda áfram Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Lífsnauðsynlegur sigur hjá Íslendingaliði Düsseldorf Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Sjá meira
16 dagar í HM: Whiteside sá yngsti til þess að spila á HM Norður-Írinn Norman Whiteside bætti met Pelé er hann varð sá yngsti til þess að spila á HM árið 1982. Hann átti þá framtíðina fyrir sér en fótboltaferillinn varð ekki eins glæstur og vonir stóðu til um. 29. maí 2018 13:00
17 dagar í HM: Þegar Keane brjálaðist og yfirgaf Íra í Saipan Undirbúningur Íra fyrir HM 2002 gleymist seint enda yfirgaf fyrirliði liðsins, Roy Keane, æfingabúðir liðsins í fússi eftir að hafa brjálast vegna skorts á fagmennsku hjá írska knattspyrnusambandinu. 28. maí 2018 11:00
22 dagar í HM: Þegar Platini hélt að liðsfélagi sinn væri dáinn Einn besti leikur í sögu HM fór fram á HM árið 1982 en hans er samt einna helst minnst fyrir líklega ljótasta brot í sögu keppninnar. 23. maí 2018 12:00
20 dagar í HM: Arabíski Maradona skoraði flottasta mark HM sem aldrei er talað um Saeed Al-Owairan réð ekki við frægðina og endaði í fangelsi en mætti samt á næsta HM. 25. maí 2018 12:30