Karen: Vörn sem fá landslið spila Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2018 11:00 Karen Knútsdóttir í landsleik fyrr á árinu. vísir/valli „Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Mér líst vel á þessa leiki og vona innilega að við náum að byggja ofan á frammistöðuna í síðasta heimaleik. Hópurinn er stór og það er mikil samkeppni,“ segir Karen Knútsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, í samtali við Fréttablaðið. Karen verður í eldlínunni þegar Ísland mætir Tékklandi í síðasta heimaleik sínum í undankeppni EM 2018 í kvöld. Á laugardaginn mætir íslenska liðið svo því danska í Horsens. „Þetta eru ekki úrslitaleikir upp á þennan riðil að gera en gríðarlega mikilvægir fyrir framtíðina,“ segir Karen. Hún segir að íslenska liðið þyrsti í sigur í keppnisleik sem hefur ekki gerst alltof lengi. „Við vorum grátlega nálægt því gegn Slóveníu og það var mjög pirrandi. Vonandi bætum við upp fyrir það núna með góðum leik,“ segir Karen en Ísland gerði 30-30 jafntefli við Slóveníu í Laugardalshöllinni 21. mars síðastliðinn. Íslendingar áttu alla möguleika á að vinna þann leik en náðu ekki að klára dæmið. Karen segir að íslenska liðið verði að halda áfram að taka framförum í varnarleiknum. „Við leggjum áherslu á vörnina, keyra til baka og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin þeirra,“ segir Karen. „Við spilum vörn sem fá landslið gera og mótherjarnir eru því oft ekkert undirbúnir fyrir hana. Þarna komumst við í meiri „kontakt“ og vinnum nokkra bolta sem léttir á sóknarleiknum. Þessi vörn hentar okkur mjög vel.“ Karen segir að íslenska liðið þyrfti að spila stöðugri sóknarleik en það hefur gert til þessa í undankeppninni. Ísland skoraði 30 mörk í heimaleiknum gegn Slóveníu en í útileiknum gegn Slóvenum voru mörkin aðeins átján. Ísland hefur bara skorað 85 mörk í leikjunum fjórum í undankeppninni, eða rétt rúmlega 21 mark að meðaltali í leik. „Við þurfum að sýna meiri þolinmæði, spila betur saman og forðast að fara í einstaklingsframtak sem við gerum stundum þegar illa gengur,“ segir Karen sem vantar aðeins nokkra leiki til að komast í 100 landsleikja klúbbinn sem telur aðeins sjö leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti