Stór eigandi Heimavalla seldi við skráningu Helgi Vífill Júlíusson skrifar 30. maí 2018 06:00 Kvika hefur haft milligöngu um sölu á stórum hluta bréfa Heimavalla. Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú sala var lóð á vogarskálarnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hluthafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skortselt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigufélög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða söluferli á hlutabréfum Heimavalla samhliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að gengið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 prósent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjörunum 3,5-3,7 prósent verðtryggt. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00 Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Stór hluthafi í leigufélaginu Heimavellir, sem skráð var á hlutabréfamarkað á fimmtudag, hefur selt í félaginu með aðstoð fjárfestingarbankans Kviku, samkvæmt heimildum Markaðarins. Sú sala var lóð á vogarskálarnar þegar hlutabréfin lækkuðu um 10 prósent á fyrstu tveimur dögunum sem Heimavellir var skráð markað. Á mánudaginn hækkuðu bréfin um 7,5 prósent en lækkuðu um 2,3 prósent í gær. Frá útboðinu hafa hlutabréfin lækkað um 5 prósent miðað við vegið meðaltal útboðsgengis. Fyrstu þrjá dagana sem leigufélagið var skráð á hlutabréfamarkað hafði Kvika milligöngu um 75-86 prósent viðskiptanna mælt í veltu, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Megnið af sölunni má rekja til fyrrnefnds hluthafa. Kvika á hlutabréf í Heimavöllum sem metin eru á innan við hundrað milljónir króna að markaðsvirði. Þau bréf hafa ekki verið seld. Heimildir herma að bankinn hafi hvorki skortselt Heimavelli né tali fyrir því við viðskiptavini. Veltan með bréfin var samanlagt um 600 milljónir fyrstu þrjá dagana. Sérfræðingar á markaði telja að rót vandans sé að kauphliðin sé veik um þessar mundir vegna þess að lífeyrissjóðir haldi að sér höndum þegar kemur að Heimavöllum. Það er meðal annars rakið til óvæginnar umræðu verklýðsforkólfa um leigufélög. Lífeyrissjóðir fjárfesta eru ekki í félaginu meðal annars til að forðast orðsporsáhættu. Kvika átti upphaflega að leiða söluferli á hlutabréfum Heimavalla samhliða skráningu á hlutabréfamarkað en fallið var frá því og Landsbankinn ráðinn í staðinn. Samkvæmt heimildum blaðsins má rekja þá ákvörðun einkum til þess að Kvika taldi að gengið sem eigendur Heimavalla fóru fram á væri of hátt. Stjórnendur Heimavalla stefna að því að endurfjármagna lán með því að gefa út skuldabréf á markaði í haust, samkvæmt öðrum heimildum Markaðarins. Vegið meðaltal vaxta verðtryggðra lána félagsins er 4,4 prósent en samkvæmt fjárfestakynningu Heimavalla hafa fasteignafélög aflað lánsfjár á skuldabréfamarkaði á kjörunum 3,5-3,7 prósent verðtryggt.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00 Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00 Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Enn lækka bréf í Heimavöllum Hlutabréf í Heimavöllum féllu um 3,2 prósent í verði í tæplega 200 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í gær, á öðrum viðskiptadegi bréfanna. 26. maí 2018 06:00
Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Heimavöllum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 25. maí 2018 06:00
Telur vaxtalækkun geta lækkað leigu Forstjóri Heimavalla segir umræðu um hátt leiguverð ekki hafa verið félaginu til góðs. Helmings lækkun vaxta gæti lækkað leiguverð um 20 prósent. Viðskipti með bréf félagsins í Kauphöll Íslands hefjast í dag. 24. maí 2018 08:00