Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2018 22:50 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í morgun. Vísir/Vilhelm Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu. Félagið segist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því frá Landlækni að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá embættinu. Anna Kolbrún hefur verið í brennidepli fjölmiðla að undanförnu enda var hún ein þeirra sex þingmanna sem heyra má í Klaustursupptökunum svokölluðu þar sem heyra má þingmennina tala á ónærgætinn hátt um aðra alþingismenn sem og þjóðþekkta einstaklinga. Í frétt á DV var fjallað um þátt Önnu Kolbrúnar í samræðunum og er þar vísað í eldra viðtal sem DV tók við hana í sumar. Þar kom fram að hún hafði á árum áður starfað sem þroskaþjálfi á Akureyri.Í tilkynningu frá Þroskaþjálfafélaginu segir hins vegar að félagið hafi fengið staðfestingu frá Landlækni um að Anna Kolbrún hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi hjá embættinu sem þroskaþjálfi.Æviágripinu breytt í dag Í tilkynningu félagsins segir einnig að æviágripi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis hafi verið breytt. Ef núverandi æviágrip er skoðað má sjá að orðið þroskaþjálfi kemur hvergi fyrir auk þess sem að það kemur fram að að æviágripinu hafi síðast verið breytt þann í dag, 3. desember.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. Séu eldri útgáfur af æviágripinu skoðaðar sést að í þeirri útgáfu sem uppfærð var þann 15. desember á síðasta ári, skömmu eftir að Anna Kolbrún var kjörin á þing, segir að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002-2003, auk þess sem hún hafi verið deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011.Í núverandi æviágripi segir hins vegar að hún hafi aðeins verið starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003 auk þess sem búið er að taka út starfsheitið þroskaþjálfi við færsluna um árin er hún starfaði í Síðuskóla. Í tilkynningu Þroskaþjálfafélagsins er áréttað að starfsheitið þroskaþjálfi sé lögverndað og samkvæmt íslenskum lögum megi þeir einir nota starfsheitið sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. „Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hið meinta brot hafi verið tilkynnt til Landlæknisembættisins auk þess sem vakin er athygli á því að brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn, sem ná til þroskaþjálfa, varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu. Félagið segist hins vegar hafa fengið staðfestingu á því frá Landlækni að þingmaðurinn hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi sem þroskaþjálfi frá embættinu. Anna Kolbrún hefur verið í brennidepli fjölmiðla að undanförnu enda var hún ein þeirra sex þingmanna sem heyra má í Klaustursupptökunum svokölluðu þar sem heyra má þingmennina tala á ónærgætinn hátt um aðra alþingismenn sem og þjóðþekkta einstaklinga. Í frétt á DV var fjallað um þátt Önnu Kolbrúnar í samræðunum og er þar vísað í eldra viðtal sem DV tók við hana í sumar. Þar kom fram að hún hafði á árum áður starfað sem þroskaþjálfi á Akureyri.Í tilkynningu frá Þroskaþjálfafélaginu segir hins vegar að félagið hafi fengið staðfestingu frá Landlækni um að Anna Kolbrún hafi hvorki hlotið menntun né fengið starfsleyfi hjá embættinu sem þroskaþjálfi.Æviágripinu breytt í dag Í tilkynningu félagsins segir einnig að æviágripi Önnu Kolbrúnar á vef Alþingis hafi verið breytt. Ef núverandi æviágrip er skoðað má sjá að orðið þroskaþjálfi kemur hvergi fyrir auk þess sem að það kemur fram að að æviágripinu hafi síðast verið breytt þann í dag, 3. desember.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. Séu eldri útgáfur af æviágripinu skoðaðar sést að í þeirri útgáfu sem uppfærð var þann 15. desember á síðasta ári, skömmu eftir að Anna Kolbrún var kjörin á þing, segir að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002-2003, auk þess sem hún hafi verið deildarstjóri sérdeildar og ráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri, þroskaþjálfi og fagstjóri sérkennslu yngsta stigs í grunnskóla 2003–2011.Í núverandi æviágripi segir hins vegar að hún hafi aðeins verið starfsmaður við hæfingarstöðina við Skógarlund á Akureyri 2002–2003 auk þess sem búið er að taka út starfsheitið þroskaþjálfi við færsluna um árin er hún starfaði í Síðuskóla. Í tilkynningu Þroskaþjálfafélagsins er áréttað að starfsheitið þroskaþjálfi sé lögverndað og samkvæmt íslenskum lögum megi þeir einir nota starfsheitið sem hlotið hafa til þess menntun og fengið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. „Þroskaþjálfafélagið harmar að starfsheitið þroskaþjálfi hafi verið misnotað með þessum hætti enda þótt starfsheitið sé ekki lengur að finna í æviágripi þingmannsins,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að hið meinta brot hafi verið tilkynnt til Landlæknisembættisins auk þess sem vakin er athygli á því að brot gegn ákvæðum laga um heilbrigðisstarfsmenn, sem ná til þroskaþjálfa, varði sektum eða fangelsi allt að þremur árum.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37 Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Segir Sigmund og Önnu Kolbrúnu hafa fullan stuðning til áframhaldandi þingsetu Tveir þingmenn Miðflokksins eru farnir í launalaust leyfi. 3. desember 2018 11:37
Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49
Meirihluti þjóðarinnar vill að þingmennirnir sex segi af sér Meirihluti þjóðarinnar, eða á milli 74 prósent og 91 prósent Íslendinga, er hlynntur því að þingmennirnir sex sem sátu saman á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn segi af sér. 3. desember 2018 15:09