Katrín þiggur boð Bernie Sanders Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 18:02 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun alþjóðasamtaka framfarasinna. Bernie Sanders er annar forsprakka samtakanna. Vísir/Vilhelm/Getty Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo. Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur þegið boð um að taka þátt í stofnun samtakanna Progressive Internternational. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Katrínar sem birtist síðdegis í dag. Forsprakkar Progressive International eru Yanis Varfoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, og Bernie Sanders, fyrrum forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum. Miðað við þær upplýsingar sem fást á vefsíðu Progressive International, sem þýða mætti sem „Alþjóðasamtök Framfarasinna,“ eru samtökin hugsuð sem sameiginlegur alþjóðlegur vettvangur þeirra sem flokkast myndu sem vinstrisinnaðir á hinum pólitíska ás. Í kynningarmynbandi sem birtist þegar farið er á heimasíðu samtakanna er samtökunum lýst sem „grasrótarhreyfingu sem virkjar vinnandi fólk um allan heim í krafti sameiginlegrar sýnar um lýðræði, sjálfbærni og samstöðu.“Grundvöllur þáttökunnar tvíþætturÍ færslu Katrínar segir hún þátttöku sína í stofnun samtakanna grundvallast á tveimur þáttum. Annars vegar telji Katrín að mikilvægt sé að „bregðast í sameiningu við uppgangi valdboðshyggju í heiminum, sem er bein ógn við lýðræði og mannréttindi.“ Hins vegar sé það vilji forsætisráðherra að styðja við þá sýn sem Progressive International standi fyrir, sem Katrín segir vera „baráttuna fyrir almennri velferð, öryggi og reisn fyrir allt fólk.“ Katrín segir að hleypa þurfi lífi í alþjóðlega samvinnu vinstrifólks til þess að mögulegt sé að draga úr félagslegum og efnahagslegum ójöfnuði, breyta hinu alþjóðlega fjármálakerfi, stöðva vígvæðingu um heiminn og stemma stigu við loftslagsbreytingum. Færslu Katrínar í heild sinni má sjá hér að neðan. Birtist stuttlega í myndbandi samtakannaÍ áður nefndu kynningarmyndbandi Progressive International eru týnd til þau mál sem samtökin hafa á sinni könnu, ýmist til að berjast gegn eða fylgja eftir. Meðal þess sem kemur fram í myndbandinu er að 1% jarðarbúa hafi yfirráð yfir um helmingi þess auðs sem til er í heiminum, meðan hundruð milljóna verkafólks búi við fjárhagslegt óöryggi og jafnvel fátækt. Eins er bent á að loftslag jarðarinnar „færist á meðan í átt til eyðileggingar.“ Þá vara samtökin við uppgangi valdboðssinna víðs vegar um heiminn. Á meðan alvörugefinn þulur talar ómyrkur í máli um þær hættur sem þeim fylgja má sjá svipmyndir af heimsþekktum stjórnmálaleiðtogum á borð við Donald Trump Bandaríkjaforseta, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, og Boris Johnson, Brexit-sinna og fyrrum utanríkisráðherra Bretlands. Undir hvatningarorðum samtakanna um að nú sé tími framfarasinna heimsins til að sameinast má sjá myndbrot af heimsþekktu stjórnmálafólki. Til að mynda sjást stofnendur samtakanna, þeir Yanis Varfoufakis og Bernie Sanders. Þá má sjá leiðtoga breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, Alexandriu Ocasio-Cortez, nýkjörinn fulltrúadeildarþingmann Bandaríkjanna og sjálfa Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra Íslands. Myndband samtakanna má sjá hér að neðan.Progressive International from MEANS OF PRODUCTION on Vimeo.
Loftslagsmál Stj.mál Vinstri græn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira