Erlent

Segist geta lesið Kim eins og opna bók á innan við einni mínútu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni vita innan einnar mínútu frá upphafi leiðtogafundarins með Kim Jong-un í næstu viku hvort fundurinn beri árangur.

Í samtali við fréttamenn á G7 ráðstefnunni í La Malbaie í Kanada sagðist Trump vera nægilega góður mannþekkjari til að fá strax tilfinningu fyrir þeim sem hann hitti. Það sé stundum sagt að fyrstu fimm sekúndurnar skipti öllu máli og þá strax muni verða ljóst hvort Kim sé alvara með tali um kjarnorkuafvopnun.

Trump sagðist vissulega vera með skýr markmið í huga en hann hefði ekki ákveðið hvernig væri best að ná þeim markmiðum. Líklega muni hann bara fylgja eigin tilfinningu á fundinum og spinna eitthvað jafn óðum. Fundurinn sé hvort eð er án fordæmis.


Tengdar fréttir

Dennis Rodman á leið til Singapúr

Þessu segir Rodman frá í tísti og segist hann ætla að veita vinum sínum Trump og Kim allan þann stuðnings sem þeir þurfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×