Alvarleg staða blasir við á Landspítalanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. júní 2018 12:37 Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. Vísir/Vilhelm Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll. Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Forstjóri Landspítalans hvetur samninganefndir ljósmæðra og ríkisins til að setjast strax aftur að samningaborði. Alvarleg staða blasi við á spítalanum um næstu mánaðamót þegar 19 uppsagnir ljósmæðra taki gildi náist ekki samningar fyrir þann tíma. Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning í gær. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélags Íslands vonaðist til þess að næsta samningalota við samninganefnd ríkisins lyki fyrir næstu mánaðamót en hins vegar væri nokkuð langt í land. „Já, það ber töluvert mikið í milli,“ segir Katrín. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans óttast að uppsagnir ljósmæðra, sem taka eiga gildi hinn 1. júlí, muni gera það. Hann segir alvarlega stöðu blasa við. „Þetta eru mikil vonbrigði. Það er ekki gott að vera með kjaradeilur inn í heilbrigðisstarfsemi. Hún er mjög truflandi og skapar óöryggi hjá sjúklingum og starfsfólki. Þannig að þetta er alls ekki sú staða sem við viljum hafa,“ segir Páll.Finnur þú að þetta sé farið að hafa áhrif á starfsemi á þeim deildum þar sem ljósmæður eru að starfa? „Nei, það eru enn nokkrar vikur í þetta. En auðvitað er spenna og áhyggjur. Hins vegar er verkefni deiluaðila að finna lausn á næstu vikum og drífa sig að setjast að samningaborðinu. Á meðan að okkar verkefni er að finna leiðir til að mæta þessum uppsögnum, ef af þeim verður. Ég fundaði í gær með stjórnendum kvennadeildar, til að fara yfir hvernig það yrði best gert.“ Hann segir að flestar uppsagnir sem taka gildi næstu mánaðamót séu meðgöngu- og sængurlegudeild, þar sem konur í áhættumeðgöngu dvelja ásamt konum sem ekki geta útskrifast heim strax að fæðingu lokinni. „Þetta eru 19 uppsagnir fyrsta júlí, af um 150 stöðugildum en þær dreifast ójafnt og erfiðast verður á meðgöngu og sængurlegudeild, þar sem var líka skortur á ljósmæðrum fyrir. Þar verður áskorun að mæta þessum uppsögnum ef af verða og verulegur þjónustubrestur. Þannig að ég verð bara að hvetja aðila til að ná sáttum,“ segir Páll.
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir 19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00 Ljósmæður felldu samninginn 67 prósent sögðu nei. 8. júní 2018 12:42 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
19 ljósmæður hætta um mánaðamótin Félagsmenn í Ljósmæðrafélagi Íslands felldu í gær kjarasamning sem kjaranefnd ljósmæðra og ríkið undirrituðu í síðustu viku. 9. júní 2018 08:00