Alþjóðaflugvelli 30 km nær Reykjavík fylgir mikill ábati Kristján Már Unnarsson skrifar 8. júní 2018 19:30 Frá gatnamótum Reykjanesbrautar við Hvassahraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Tímasparnaður sem fylgdi styttingu vegalengda með nýjum alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni er metinn allt að 120 milljarða króna virði. Vegalengd frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðsins myndi styttast um þrjátíu kílómetra, miðað við Keflavíkurflugvöll. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er rétt eins og mislægu gatnamótin í Hvassahrauni hafi verið hugsuð út frá þeirri niðurstöðu Rögnunefndar fyrir þremur árum að þar í hrauninu væri besta svæðið sem gæti sameinað bæði innanlands- og millilandaflugvöll. Fjarlægðin frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins er í skýrslu nefndarinnar sögð 21 kílómetri, um 30 kílómetrum styttri en til Keflavíkurflugvallar. Samgönguráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sagði á Stöð 2 í síðustu viku að hugmyndir um Hvassahraun væru mjög stórar „ef" spurningar og mættu ekki tefja uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Hvern einstakling munar um að stytta vegalengd um kannski þrjátíu kílómetra, hvað þá sextíu kílómetra fram og til baka, og þegar við erum að tala um milljónir ferðamanna árlega, þá erum við tala um ábata sem hleypur á gríðarlegum fjárhæðum.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Tíminn er bara mjög dýrmætur,” segir Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem reiknaði út fyrir Rögnunefnd sparnaðinn við styttingu vegalengda. „Annarsvegar þá sparast tíminn hjá flugfarþegum, sem þá þurfa ekki að fara alla leið til Keflavíkur úr höfuðborginni. Reyndar lengist leiðin fyrir innanlandsflugið svolítið á móti. En svo hinsvegar þá sparast tími hérna innanbæjar við það að það byggist upp byggð nær hringiðunni í Vatnsmýrinni en ekki upp í Úlfarsárdal. Það er rúmur helmingurinn af sparnaðinum,” segir Sigurður.Fyrstu hugmyndir að flugvelli í Hvassahrauni gerðu ráð fyrir að hann yrði í byrjun aðallega sniðinn að þörfum innanlandsflugs. Nú er rætt um að hann þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi.Grafík/Úr skýrslu Rögnunefndar.Með aðferðum hagfræðinnar var sparnaður flugfarþega vegna breyttrar staðsetningar flugvalla talinn 30 til 50 milljarðar, núvirt til 50 ára, og svo bætist við tímasparnaður vegna byggðar í Vatnsmýri. „Heildarsparnaðurinn var 80 til 120 milljarðar, eitthvað á því bili, af þessu tvennu. Hann verður svo að meta á móti stofnkostnaði og rekstrarkostnaði við nýjan flugvöll, umfram það að reka þessa tvo flugvelli, í Keflavík og hérna í Reykjavík,” segir Sigurður. Á sama tíma og stjórnvöld áforma að verja allt að 150 milljörðum króna til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli, og hugmyndir eru um að setja annað eins í hraðlest, af því að það er svo langt að fara, hlýtur að vera áleitin spurning hvort skynsamlegra sé að byggja hreinlega nýjan framtíðarflugvöll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Tengdar fréttir Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. 24. júlí 2017 19:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. 3. júní 2018 20:30 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tímasparnaður sem fylgdi styttingu vegalengda með nýjum alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni er metinn allt að 120 milljarða króna virði. Vegalengd frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðsins myndi styttast um þrjátíu kílómetra, miðað við Keflavíkurflugvöll. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Það er rétt eins og mislægu gatnamótin í Hvassahrauni hafi verið hugsuð út frá þeirri niðurstöðu Rögnunefndar fyrir þremur árum að þar í hrauninu væri besta svæðið sem gæti sameinað bæði innanlands- og millilandaflugvöll. Fjarlægðin frá búsetumiðju höfuðborgarsvæðisins er í skýrslu nefndarinnar sögð 21 kílómetri, um 30 kílómetrum styttri en til Keflavíkurflugvallar. Samgönguráðherrann Sigurður Ingi Jóhannsson sagði á Stöð 2 í síðustu viku að hugmyndir um Hvassahraun væru mjög stórar „ef" spurningar og mættu ekki tefja uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli. Hvern einstakling munar um að stytta vegalengd um kannski þrjátíu kílómetra, hvað þá sextíu kílómetra fram og til baka, og þegar við erum að tala um milljónir ferðamanna árlega, þá erum við tala um ábata sem hleypur á gríðarlegum fjárhæðum.Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Tíminn er bara mjög dýrmætur,” segir Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, sem reiknaði út fyrir Rögnunefnd sparnaðinn við styttingu vegalengda. „Annarsvegar þá sparast tíminn hjá flugfarþegum, sem þá þurfa ekki að fara alla leið til Keflavíkur úr höfuðborginni. Reyndar lengist leiðin fyrir innanlandsflugið svolítið á móti. En svo hinsvegar þá sparast tími hérna innanbæjar við það að það byggist upp byggð nær hringiðunni í Vatnsmýrinni en ekki upp í Úlfarsárdal. Það er rúmur helmingurinn af sparnaðinum,” segir Sigurður.Fyrstu hugmyndir að flugvelli í Hvassahrauni gerðu ráð fyrir að hann yrði í byrjun aðallega sniðinn að þörfum innanlandsflugs. Nú er rætt um að hann þjóni bæði innanlands- og millilandaflugi.Grafík/Úr skýrslu Rögnunefndar.Með aðferðum hagfræðinnar var sparnaður flugfarþega vegna breyttrar staðsetningar flugvalla talinn 30 til 50 milljarðar, núvirt til 50 ára, og svo bætist við tímasparnaður vegna byggðar í Vatnsmýri. „Heildarsparnaðurinn var 80 til 120 milljarðar, eitthvað á því bili, af þessu tvennu. Hann verður svo að meta á móti stofnkostnaði og rekstrarkostnaði við nýjan flugvöll, umfram það að reka þessa tvo flugvelli, í Keflavík og hérna í Reykjavík,” segir Sigurður. Á sama tíma og stjórnvöld áforma að verja allt að 150 milljörðum króna til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli, og hugmyndir eru um að setja annað eins í hraðlest, af því að það er svo langt að fara, hlýtur að vera áleitin spurning hvort skynsamlegra sé að byggja hreinlega nýjan framtíðarflugvöll. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. 24. júlí 2017 19:00 Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30 Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. 3. júní 2018 20:30 Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Skynsamlegra að ráðast strax í uppbyggingu flugvallar í Hvassahrauni Staðgengill borgarstjóra segir að ef knýjandi þörf sé fyrir nýjan alþjóðaflugvöll ætti Isavia að skoða aðra kosti. 24. júlí 2017 19:00
Líst misjafnlega á nýjan flugvöll í Hvassahrauni Flugrekendum innanlandsflugsins líst misvel á Hvassahraunsflugvöll. Einum finnst sjálfsagt að skoða þennan valkost en öðrum finnst þetta óraunhæft. 18. febrúar 2018 20:30
Hugmyndir um Hvassahraun tefji ekki fyrir uppbyggingu Keflavíkurflugvallar Samgönguráðherra segir hugmyndir um flugvöll í Hvassahrauni ekki mega tefja fyrir uppbyggingu flugvallarins í Keflavík. 3. júní 2018 20:30
Keflavíkurflugvöllur þrefaldast í stærð Spáð er mikilli fjölgun tengifarþega á þessu ári en verulega dregur úr fjölgun erlendra ferðamanna. 30. maí 2018 21:15