Innlent

Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ásmundur Einar Daðason er velferðarráðherra.
Ásmundur Einar Daðason er velferðarráðherra. Vísir/Eyþór.
Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga. Fullt tilefni sé til þess að verða við þeirri beiðni miðað við óháða úttekt á málinu sem kynnt var í dag.

Þetta kemur fram á vef ráðuneytisins þar sem segir að farið verði vel yfir niðurstöður úttektarinnar og það skoðað hvernig bæta megi verklag og stjórnsýslu ráðuneytisins. Hefur ráðuneytið einnig óskað eftir fundi með höfundum úttektarinnar, Kjartani Bjarna Björgvinssyni, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, og Kristínu Benediktsdóttur, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.

Í henni kom fram að Velferðarráðuneytið gerði ekki fullnægjandi ráðstafanir með vísan til til yfirstjórnunar- og eftirlitsheimilda sinna til að upplýsa um það hvort og þá hvaða grundvöllur væri fyrir þeim ávirðingum sem bornar voru á Barnaverndarstofu og starfsmenn hennar og þá einkum forstjóra hennar, sem þá var Bragi en hann er nú í leyfi þar sem hann sækist eftir sæti í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir hönd Íslands.

Upphaf málsins má rekja til umfjöllunar Stundarinnar um að Bragi Guðbrandsson hafi sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×