Fjármálaráðherra sagði þingmann ekki vita um hvað hann var að tala Heimir Már Pétursson skrifar 7. júní 2018 21:00 Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni. Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakaði ríkisstjórnina um það á Alþingi í dag að verða við öllum kröfum vogunarsjóða í Kaupþingi við sölu þeirra á hlutum í Arion banka. Fjármálaráðherra hvatti þingmanninn til að kynna sér málin betur því hann vissi greinilega ekkert um hvað hann væri að tala. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra enn eina ferðina út í sölu Kaupþings á hlutum í Arion banka á Alþingi í morgun og forkaupsrétt ríkisins á bréfunum sem þingmaðurinn vill meina að ríkið hafi afsalað sér. „Undirlátssemi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur gagnvart vogunarsjóðum Arion banka er makalaus. Allar kröfur vogunarsjóðanna hafa verið samþykktar. Sala hlutabréfa ríkisins á undirverði samþykkt möglunarlaust. Bankaskattur á vogunarsjóðina lækkaður möglunarlaust. Verðmætum forkaupsrétti afsalað möglunarlaust. Allt fyrir ekki neitt,“ sagði Birgir. Fjármálaráðherra sagði Birgi og flokk hans ekki hafa svarað því hvar ætti að taka tugi milljarða fyrir kaupum ríkisins á Arion banka eins og flokkurinn legði til og hvað ætti síðan að gera við þau bréf. „Ég ætla að hvetja þingmanninn til að halda áfram að spyrja og halda áfram að lesa því hann veit greinilega ekki nokkurn skapaðan hlut um þessi mál,“ sagði Bjarni. Það væri erfitt að átta sig á í hvað þingmaðurinn væri að vísa í málflutningi sínum. Fjármálaráðherra sagði allar upplýsingar um sölu hlutabréfa Arion hafa komið fram og byggðu á samningum sem gerðir hefðu verið á sínum tíma. Ríkið fengi stighækkandi hlut í sölu Kaupþings á hlutabréfum í Arion banka miðað við verðmæti þeirra sem færist sem greiðsla inn á skuldabréf sem ríkið gaf út við fall Kaupþings. „Að sjálfsögðu mun það ekki koma í ljós fyrr en allir hlutir Kaupþings hafa verið seldir í Arion banka hvernig það kemur út gagnvart afkomuskiptasamningnum. En sala á hlutabréfum rennur öll inn á skuldabréfið, þannig að já, ríkið fær greitt inn á skuldabréfið. Það er ekki verið að gefa neitt eftir,“ sagði Bjarni.
Alþingi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira