Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. júní 2018 18:30 Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. Endurnýjunin er innan þess leigusamnings sem er í gildi og mun ekki hafa aukinn kostnað í för með sér. Forstjórinn segir gæsluna vera að stíga skref inn í framtíðina. Landhelgisgæslan tók á móti fyrstu þyrlunni TF-LÍF, sem er þeirrar tegundar sem notaðar er í dag, fyrir tuttugu og þremur árum. Síðan þá hefur þyrlu flotinn stækkað vegna aukinna verkefna og um langa hríð hafa þrjár þyrlur verið í flugflotanum, allar af gerðinni Super Puma. TF-LÍF er eina þyrlan í eigu gæslunnar en hinar tvær er í leigu frá Knud Axel Ugland Holding, samkvæmt útboði. Í maí bauðst að skipta út leigvélunum fyrir nýrri vélar og eftir umhugsun og skoðun hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar, Ríkiskaupum og dómsmálaráðuneytinu var ákeðið að þekkjast boðið. „Þetta þýðir stórt skref fram á við. Við náum með þessu að koma okkur inn í nútímann og brúa þetta bil þangað til við fáum nýjar þyrlur,“ segir Georg K. Lárusson, forstjóri LandhelgisgæslunnarGeorg Kr. Lárusson er forstjóri Landhelgisgæslunnar.Tilboð frá leigusalanum Áætlað er að þyrlunar tvær komi til landsins um áramótin en þær eru af gerðinni Airbus H225 og eru með fullkomnustu leitar- og björgunarþyrlum sem völ er á. Báðar vélarnar voru framleiddar árið 2010 og hafa á bilinu 2-3000 flugtíma að baki. Til samanburðar eru hinar leiguvélarnar sem hér eru af árgerð 1992 og 2002. „Við höfum um langt árabil leitað leiða til að uppfæra þessar þyrlur sem við erum með eða hreinlega fá nýrri og okkur bauðst þetta í gegnum leigusalann okkar,“ segir Georg.Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru komnar til ára sinna.Engin ástæða til að efast um öryggi þeirra Þyrlur af þessari tegund voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar þyrluslyss í Noregi árið 2016. En framleiðandinn brást við með endurbótum og uppfylla vélarnar nú allar lofthæfi- og öryggiskröfur Flugöryggisstofnunar Evrópu.Er einhver ástæða til að efast um flughæfni eða öryggi þessara véla?„Þær hafa verið rannsakar ítarlega og þær eru undir mjög ströngu og miklu eftirliti þannig að ég tel að það séu engar þyrlur í heiminum jafnöruggar í augnablikinu og þessar vélar,“ segir Georg. Endurnýjun vélanna nú mun ekki hafa neinn aukakostnaði í för með sér umfram þann sem leigusamningurinn kveður á um. „Það sem að hjálpar verulega í þessu máli er að þyrlurnar eru mjög svipaðar. Þær eru nýrri en engu að síður þarf þjálfun og Airbus mun standa straum af þeirri þjálfun.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira