Innlent

Ríkisútvarpið sýknað af kröfum Adolfs Inga

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Adolf Ingi Erlingsson starfaði hjá RÚV í 22 ár. Hann var rekinn árið 2013 og höfðaði í kjölfarið mál vegna eineltis sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hér er hann að störfum á EM í handbolta í Austurríki árið 2010.
Adolf Ingi Erlingsson starfaði hjá RÚV í 22 ár. Hann var rekinn árið 2013 og höfðaði í kjölfarið mál vegna eineltis sem hann taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu yfirmanns síns. Hér er hann að störfum á EM í handbolta í Austurríki árið 2010. vísir
Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag Ríkisútvarpið af kröfum Adolfs Inga Erlingssonar, fyrrverandi íþróttafréttamanns hjá Ríkisútvarpinu. Hann höfðaði mál gegn Ríkisútvarpinu og reisti kröfur sínar annars vegar á því að hann hefði mátt sæta einleti af hálfu yfirmanns síns og hins vegar að á því að uppsögn hans hefði verið ólögmæt.

Úrskurður Hæstaréttar snýr við dómi héraðsdóms Reykjavíkur sem, 5. júlí í fyrra, dæmdi Ríkisútvarpið til að greiða Adolf 2,2 milljónir króna í skaðabætur auk málskostnaðar. Ríkisútvarpið áfrýjaði dómi héraðsdóms til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að það væri óumdeilt að honum hefði verið sagt upp vegna aðhaldsaðgerða í rekstri Ríkisútvarpsins og hefði uppsögn hans verið liður í því.

Adolf Ingi var rekinn árið 2013 eftir 22 ár í starfi. Hann segir að þáverandi íþróttafréttastjóri hafi markvisst útilokað hann frá kappleikjalýsingum og verið færður til af starfsstöð sinni.

Hæstiréttur hefur ekki fallist á að uppsögnin hafi verið ólögmæt og fjárkröfum Adolfs því hafnað.


Tengdar fréttir

RÚV þarf að borga Adolf Inga bætur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í morgun Ríkisútvarpið til að greiða fyrrverandi íþróttafréttamanninum, Adolfi Inga Erlingssyni, 2,2 milljónir í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×