Ný tilraun með krónuna að hefjast ef hugmyndir starfshóps ná fram að ganga Þorbjörn Þórðarson skrifar 7. júní 2018 12:30 Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins sat í starfshópi ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu. Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Starfshópurinn var skipaður af ráðherranefnd um efnahagsmál en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Endurskoðunin gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð. Starfshópurinn skilaði skýrslu á þriðjudag. Þær tillögur starfshópsins sem fela í sér mestar breytingar er annars vegar tillaga um að Seðlabankinn verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja en Fjármálaeftirlitið hefur sinnt þessu hlutverki með Seðlabankanum. Og hins vegar tillaga um að verðbólgumarkmið miðist áfram við 2,5 prósent en sú verðvísitala sem markmiðið nær til skuli ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skuli því undanskilja húsnæðisverð.Taka ekki afstöðu til útreikninga á vísitölu neysluverðs vegna sjálfstæðis Hagstofu Íslands Starfshópurinn er þarna að segja að undanskilja þurfi húsnæðisliðinn út úr þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði. Hins vegur leggur starfshópurinn ekki mat á það hvort undanskilja eigi húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar út vegna sjálfstæði Hagstofunnar. Um þetta atriði segir í skýrslunni: „Hér skal þó áréttað að sjálfstæði Hagstofunnar er álíka mikilvægt og sjálfstæði Seðlabankans. Það skiptir máli að mæling verðbólgu sé trúverðug og gerð með eins nákvæmum hætti sem mögulegt er. Starfshópurinn tekur því ekki afstöðu til þess hvaða mæliaðferð gefi raunsönnustu mynd af húsnæðiskostnaði og ljóst er að hægt er að færa fræðileg rök fyrir núverandi mælingaraðferð Hagstofunnar.“ Starfshópurinn telur að með því að beita stýrivöxtum til þess að mæta verðsveiflum í húsnæðiskostnaði, svo sem með því að reyna að kalla fram lækkun innflutningsverðlags með hærra gengi krónunnar, skapi hættu á mjög dýrum fórnarskiptum á milli verðstöðugleika annars vegar og framleiðslu í efnahagslífinu hins vegar. Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Að mati starfshópsins geti Seðlabankinn miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis.Þær tillögur sem þarf að hrinda í framkvæmd sem fyrst Ásdís Kristjánsdóttir segir að þessar tvær tillögur, yfirfærsla verkefna frá FME til Seðlabankans og breyting á þeirri vísitölu sem lögð sé til grundvallar verðbólgumarkmiði, séu þær tillögur sem mikilvægast sé að hrinda í framkvæmd sem fyrst að mati starfshópsins. „Að okkar áliti eru það fyrst og fremst tillögur sem snúa að þjóðhagsvarúðartækjum. Að sameina og hafa ábyrgðina alla á einum stað þannig að Seðlabankinn beri einn fulla ábyrgð á fjármálastöðugleika. Og um leið að breyta verðbólgumarkmiðinu. Þessar tillögur tengjast allar og við teljum mjög mikilvægt að það verði ráðist í þessar breytingar en auðvitað þurfum við að skoða þetta vel og ræða vel kosti og galla,“ segir Ásdís.Íslenska krónan rýrnaði um 99,95% á 90 árum Peningalegur óstöðugleiki og sveiflur á genginu hafa verið viðfangsefni Íslendinga í næstum því 100 ár. Fram til ársins 1922 var íslenska krónan jafnverðmæt þeirri dönsku. Í september 2012 þegar skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti gjaldmiðils- og gengismálum kom út var gengi dönsku krónunnar um 20 íslenskar krónur. þar er rakið að ef tekið væri tillit til myntbreytingarinnar árið 1981 hafi gengi dönsku krónunnar á þeim tíma verið um 2000 gamlar íslenskar krónur. Verðgildi íslensku krónunnar gagnvart hinni dönsku var því aðeins um 0,05% af því sem það var árið 1922, sem jafngildir rýrnun um rúmlega 99,95% á þessu níutíu ára tímabili milli 1922 og 2012. Frétt Stöðvar 2 frá 17. september 2012, daginn sem skýrsla Seðlabankans kom út. Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Ný tilraun er að hefjast með íslensku krónuna gangi hugmyndir starfshóps ríkisstjórnarinnar um framtíð íslenskrar peningastefnu eftir. Ásdís Kristjánsdóttir sem sat í starfshópnum segir að tvær tillögur starfshópsins séu mikilvægastar og þeim þurfi að hrinda í framkvæmd sem fyrst. Starfshópurinn var skipaður af ráðherranefnd um efnahagsmál en í honum sátu hagfræðingarnir Ásdís Kristjánsdóttir, Ásgeir Jónsson og Illugi Gunnarsson. Endurskoðunin gekk út frá þeirri forsendu að krónan verði gjaldmiðill Íslendinga í nánustu framtíð. Starfshópurinn skilaði skýrslu á þriðjudag. Þær tillögur starfshópsins sem fela í sér mestar breytingar er annars vegar tillaga um að Seðlabankinn verði einn ábyrgðaraðili fyrir þjóðhagsvarúð og eindarvarúð og hafi yfirumsjón með beitingu allra þjóðhagsvarúðartækja en Fjármálaeftirlitið hefur sinnt þessu hlutverki með Seðlabankanum. Og hins vegar tillaga um að verðbólgumarkmið miðist áfram við 2,5 prósent en sú verðvísitala sem markmiðið nær til skuli ekki taka mið af kostnaði vegna eigin húsnæðis. Verðbólgumarkmið skuli því undanskilja húsnæðisverð.Taka ekki afstöðu til útreikninga á vísitölu neysluverðs vegna sjálfstæðis Hagstofu Íslands Starfshópurinn er þarna að segja að undanskilja þurfi húsnæðisliðinn út úr þeirri vísitölu sem lögð er til grundvallar verðbólgumarkmiði. Hins vegur leggur starfshópurinn ekki mat á það hvort undanskilja eigi húsnæðisliðinn út úr vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar út vegna sjálfstæði Hagstofunnar. Um þetta atriði segir í skýrslunni: „Hér skal þó áréttað að sjálfstæði Hagstofunnar er álíka mikilvægt og sjálfstæði Seðlabankans. Það skiptir máli að mæling verðbólgu sé trúverðug og gerð með eins nákvæmum hætti sem mögulegt er. Starfshópurinn tekur því ekki afstöðu til þess hvaða mæliaðferð gefi raunsönnustu mynd af húsnæðiskostnaði og ljóst er að hægt er að færa fræðileg rök fyrir núverandi mælingaraðferð Hagstofunnar.“ Starfshópurinn telur að með því að beita stýrivöxtum til þess að mæta verðsveiflum í húsnæðiskostnaði, svo sem með því að reyna að kalla fram lækkun innflutningsverðlags með hærra gengi krónunnar, skapi hættu á mjög dýrum fórnarskiptum á milli verðstöðugleika annars vegar og framleiðslu í efnahagslífinu hins vegar. Starfshópurinn vill í þessu efni taka þá grundvallarafstöðu að húsnæðisverð eigi ekki heima í verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands og það eigi ekki að reyna beita stýrivöxtum gegn fasteignaverði þegar vaxtamiðlunin er eins veik og raunin er. Að mati starfshópsins geti Seðlabankinn miðað við aðrar vísitölur, svo sem vísitölu neysluverðs án húsnæðis.Þær tillögur sem þarf að hrinda í framkvæmd sem fyrst Ásdís Kristjánsdóttir segir að þessar tvær tillögur, yfirfærsla verkefna frá FME til Seðlabankans og breyting á þeirri vísitölu sem lögð sé til grundvallar verðbólgumarkmiði, séu þær tillögur sem mikilvægast sé að hrinda í framkvæmd sem fyrst að mati starfshópsins. „Að okkar áliti eru það fyrst og fremst tillögur sem snúa að þjóðhagsvarúðartækjum. Að sameina og hafa ábyrgðina alla á einum stað þannig að Seðlabankinn beri einn fulla ábyrgð á fjármálastöðugleika. Og um leið að breyta verðbólgumarkmiðinu. Þessar tillögur tengjast allar og við teljum mjög mikilvægt að það verði ráðist í þessar breytingar en auðvitað þurfum við að skoða þetta vel og ræða vel kosti og galla,“ segir Ásdís.Íslenska krónan rýrnaði um 99,95% á 90 árum Peningalegur óstöðugleiki og sveiflur á genginu hafa verið viðfangsefni Íslendinga í næstum því 100 ár. Fram til ársins 1922 var íslenska krónan jafnverðmæt þeirri dönsku. Í september 2012 þegar skýrsla Seðlabanka Íslands um valkosti gjaldmiðils- og gengismálum kom út var gengi dönsku krónunnar um 20 íslenskar krónur. þar er rakið að ef tekið væri tillit til myntbreytingarinnar árið 1981 hafi gengi dönsku krónunnar á þeim tíma verið um 2000 gamlar íslenskar krónur. Verðgildi íslensku krónunnar gagnvart hinni dönsku var því aðeins um 0,05% af því sem það var árið 1922, sem jafngildir rýrnun um rúmlega 99,95% á þessu níutíu ára tímabili milli 1922 og 2012. Frétt Stöðvar 2 frá 17. september 2012, daginn sem skýrsla Seðlabankans kom út.
Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira