Enski landsliðsmaðurinn Danny Rose opnaði sig í enskum fjölmiðlum í gær um þunglyndi sem hann hefur verið að glíma við.
„Það er ekkert leyndarmál að ég var að klára mjög erfitt tímabil hjá Tottenham. Það endaði á því að ég fór að hitta sálfræðing og var greindur með þunglyndi. Það veit enginn af því,“ sagði Rose sem ákveður að greina fjölskyldunni frá vandamálinu í fjölmiðlum.
„Ég hef ekki sagt mömmu og pabba frá þessu og þau verða örugglega reið að þurfa að lesa um þetta í blöðunum. Ég vildi bara halda þessu fyrir mig í fyrstu.“
Það var ýmislegt sem leiddi til þess að hann varð þunglyndur. Hann var meiddur í átta mánuði og svo dundi yfir annað áfall.
„Frændi minn svipti sig lífi á meðan ég var í endurhæfingu og það átti sinn þátt í því að ég varð þunglyndur. Svo hefur meira koma til. Mamma lenti í kynþáttaníði í Doncaster og það hafði mikil áhrif á hana. Svo kom einhver heim og var næstum því búinn að skjóta bróðir minn í andlitið. Það var hleypt af byssu heima hjá mér,“ segir Rose alvarlegur en honum líður vel með landsliðinu og er á leið á HM.
„Herbúðir enska landsliðsins hafa verið mínar björgunarbúðir. Ég get ekki sagt nógu oft takk við landsliðsþjálfarann og sjúkraliðið hérna. Læknir Tottenham hefur líka hjálpað mér mikið.“
Enskur landsliðsmaður glímir við þunglyndi en þorði ekki að segja foreldrunum frá því
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið




„Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“
Enski boltinn

„Við eigum að skammast okkar“
Körfubolti



Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út
Enski boltinn

