Kanna hvort hægt sé að svipta líkamsræktarstöðvar leyfi ef upp kemst um sölu stera Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2018 16:39 Myndin er úr myndasafni Getty. Vísir/Getty Meirihluti velferðarnefndar vill láta skoða hvort unnt sé að svipta líkamsræktarstöðvum leyfi komist upp um sölu frammistöðubætandi efna og lyfja innan veggja þeirra.Þetta kemur fram í áliti meirihluta nefndarinnar um frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að tiltekin efni og lyf séu notuð til að bæta líkamlega frammistöðu og tryggja að meðferð og notkun slíkra efna og lyfja valdi ekki heilsutjóni ásamt því að koma í veg fyrir ólögmæta markaðssetningu þeirra. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að hafa áhrif á þá sem standa að ólöglegum innflutningi, útflutningi, sölu, kaupum, skiptum, afhendingu, móttöku, framleiðslu og vörslu framangreindra lyfja. Á fundi nefndarinnar fór fram töluverð umræða um líkamsræktarstöðvar og þann vanda að notendur nálgist efni og lyf innan þeirra. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar bentu á að þeir teldu stærsta vandann ekki vera innan skipulagðrar íþróttastarfsemi enda væri eftirlitið þar öflugt. Hins vegar væri ekkert eftirlit með sölu slíkra efna og lyfja innan veggja líkamsræktarstöðva og þar væri vandinn því enn stærri. Meiri hluti nefndarinnar tók undir þessar áhyggjur og beindi því til velferðarráðuneytisins að skoða mál er viðkoma líkamsræktarstöðvum sérstaklega, þar með talið leyfisveitingar stöðva og hvort unnt sé að svipta þær leyfi komist upp um sölu frammistöðubætandi efna og lyfja innan veggja þeirra.Vísir hefur áður fjallað um afstöðu líkamsræktarstöðva hér á landi til neyslu frammistöðubætandi efna og lyfja. Reebok Fitness áskilur sér rétt til að setja viðskiptavini sína í lyfjapróf. Þetta kemur fram í skilmálunum sem þeir sem kaupa sér aðgang að stöðinni skrifa undir. Þar segir að prófið sé framkvæmt samkvæmt reglum og stöðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og að tekið sé mið af bannlista WADA. World Class er með slíkt ákvæði í sínum skilmálum. Verði einhver uppvís að notkun eða vörslu ólöglegra efna þar verður viðkomandi skilyrðislaust rekinn frá stöðinni. Ef sala eða dreifing á ólöglegum efnum fer fram innan veggja World Class verður málinu umsvifalaust vísað til lögreglu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sendu umsögn um frumvarpið sem þau telja til bóta. Vakti embættið athygli á því í umsögn sinni að sterkar vísbendingar séu um að að sakborningar í alvarlegum ofbeldisbrotum noti slík efni, þ.e. stera. Þetta hefur ekki verið rannsakað sérstaklega innan refsivörslukerfisins en það er mat þeirra sem starfa við ákærumeðferð málanna að það sé aukning í notkun þessara efna meðal þeirra sem grunaður eru um gróf ofbeldisbrot. Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Meirihluti velferðarnefndar vill láta skoða hvort unnt sé að svipta líkamsræktarstöðvum leyfi komist upp um sölu frammistöðubætandi efna og lyfja innan veggja þeirra.Þetta kemur fram í áliti meirihluta nefndarinnar um frumvarp til laga um bann við tilteknum frammistöðubætandi efnum og lyfjum. Markmið frumvarpsins er að koma í veg fyrir að tiltekin efni og lyf séu notuð til að bæta líkamlega frammistöðu og tryggja að meðferð og notkun slíkra efna og lyfja valdi ekki heilsutjóni ásamt því að koma í veg fyrir ólögmæta markaðssetningu þeirra. Frumvarpinu er meðal annars ætlað að hafa áhrif á þá sem standa að ólöglegum innflutningi, útflutningi, sölu, kaupum, skiptum, afhendingu, móttöku, framleiðslu og vörslu framangreindra lyfja. Á fundi nefndarinnar fór fram töluverð umræða um líkamsræktarstöðvar og þann vanda að notendur nálgist efni og lyf innan þeirra. Fulltrúar íþróttahreyfingarinnar bentu á að þeir teldu stærsta vandann ekki vera innan skipulagðrar íþróttastarfsemi enda væri eftirlitið þar öflugt. Hins vegar væri ekkert eftirlit með sölu slíkra efna og lyfja innan veggja líkamsræktarstöðva og þar væri vandinn því enn stærri. Meiri hluti nefndarinnar tók undir þessar áhyggjur og beindi því til velferðarráðuneytisins að skoða mál er viðkoma líkamsræktarstöðvum sérstaklega, þar með talið leyfisveitingar stöðva og hvort unnt sé að svipta þær leyfi komist upp um sölu frammistöðubætandi efna og lyfja innan veggja þeirra.Vísir hefur áður fjallað um afstöðu líkamsræktarstöðva hér á landi til neyslu frammistöðubætandi efna og lyfja. Reebok Fitness áskilur sér rétt til að setja viðskiptavini sína í lyfjapróf. Þetta kemur fram í skilmálunum sem þeir sem kaupa sér aðgang að stöðinni skrifa undir. Þar segir að prófið sé framkvæmt samkvæmt reglum og stöðlum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og að tekið sé mið af bannlista WADA. World Class er með slíkt ákvæði í sínum skilmálum. Verði einhver uppvís að notkun eða vörslu ólöglegra efna þar verður viðkomandi skilyrðislaust rekinn frá stöðinni. Ef sala eða dreifing á ólöglegum efnum fer fram innan veggja World Class verður málinu umsvifalaust vísað til lögreglu. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sendu umsögn um frumvarpið sem þau telja til bóta. Vakti embættið athygli á því í umsögn sinni að sterkar vísbendingar séu um að að sakborningar í alvarlegum ofbeldisbrotum noti slík efni, þ.e. stera. Þetta hefur ekki verið rannsakað sérstaklega innan refsivörslukerfisins en það er mat þeirra sem starfa við ákærumeðferð málanna að það sé aukning í notkun þessara efna meðal þeirra sem grunaður eru um gróf ofbeldisbrot.
Tengdar fréttir Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00 Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15 Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Steraæði á Íslandi Læknar ávísa mun meira af sterum en áður, saksóknari sér tengingu við heimilisofbeldismál og eftirlit í líkamsræktarstöðvum er handan við hornið. Sérfræðingur segir stera ekki einkamál þeirra sem þá nota. 12. apríl 2017 11:00
Segir mikilvægt að vernda unga gesti líkamsræktarstöðva fyrir notkun stera "Lyfjamisnotkun er ekki einungis vandamál í íþróttahreyfingunni heldur einnig lýðheilsuvandamál.“ 3. maí 2017 13:15
Reebok Fitness og Sporthúsið opin fyrir því að lyfjaprófa korthafa „Og okkur ber skylda til að taka ábyrgð í þessum málum.“ 27. apríl 2017 11:24