Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 6. júní 2018 14:57 Nýju lögin eru byggð á fyrirmynd frá hinum Norðurlöndunum Vísir/Getty Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp. Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 54 þingmenn voru viðstaddir atkvæðagreiðslu um frumvarpið á Alþingi og greiddu allir atkvæði með samþykkt frumvarpsins nema Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins og Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata sem skiluðu ekki atkvæði. Það voru þingmenn Framsóknarflokksins þau Silja Dögg Gunnarsdóttir og Willum Þór Þórsson sem lögðu frumvarpið fram. Þau höfðu áður mælt fyrir sama frumvarpi árið 2013 en höfðu ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að þá sæti ríkisstjórn þáverandi flokksbróður þeirra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Athygli vekur að meðflutningsmenn þá voru úr öllum flokkum á Alþingi. Málið á sér töluverða forsögu á Alþingi og hefur alls verið lagt fram fimm sinnum, þar á meðal tvisvar af þáverandi þingmanni Framsóknarflokksins Siv Friðleifsdóttur. Frumvarpið er byggt á löggjöf í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi þar sem ávallt er gert ráð fyrir að hinn látni sé samþykkur því að gefa líffæri nema ástæða sé til að ætla annað, t.d. af trúarlegum ástæðum eða ef viðkomandi hefur lýst yfir andstöðu við slíkt. Allir sem tóku til máls í umræðum um frumvarpið að þessu sinni fögnuðu því að það væri aftur komið fram og sögðust vona að það yrði að lögum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, notaði tækifærið við fyrstu umræðu um frumvarpið til að spyrja hvort löggjöf um líffæragjöf yrði ekki brátt óþörf vegna framfara í tækni sem gerir vísindamönnum kleift að rækta hlutlaus líffæri – sem líkaminn myndi ekki hafna - á tilraunastofu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og annar flutningsmanna frumvarpsins, kvaðst ekki vera í aðstöðu til að meta hversu langt vísindin væru á veg komin hvað varðar einræktun líffæra. Willum sagðist heldur ekki geta gefið læknisfræðilegt mat á því hvort mannslíkaminn væri minna eða meira líklegur til að hafna líffæri sem væru ræktuð á tilraunastofu. Baðst hann undan því að svara svo stórum spurningum frá Birni Leví í umræðu um þetta frumvarp.
Tengdar fréttir Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00 Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00 Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Sjá meira
Íslenskir nýrnasjúklingar settir í forgang og níu fengið ígræðslu Íslendingar á biðlista eftir nýrnaígræðslu í gegnum norrænt samstarf um líffæragjafir voru settir í forgang eftir fund líffæraígræðsluteymis Landspítalans með fulltrúum Sahlgrenska-háskólasjúkrahússins í Svíþjóð í nóvember í fyrra. Níu aðgerðir hafa verið gerðar það sem af er þessu ári sem er met. 16. nóvember 2017 06:00
Gæti prentað raunveruleg líffæri Nýr tuttugu milljóna króna þrívíddarprentari markar þáttaskil fyrir skurðlækna hér á landi sem geta nú undirbúið aðgerðir með skoðun á nákvæmum þrívíddarprentuðum líffærum. Í framtíðinni gæti verið hægt að prenta raunveruleg líffæri í þessum prentara. 23. janúar 2018 20:00
Stjórnarþingmenn reyna enn að breyta lögum um brottnám líffæra Ekki þyrfti lengur að liggja fyrir skriflegt samþykki látinna einstaklinga fyrir því að líffæri úr þeim verði notuð við lækningar á öðru fólki, ef frumvarp tveggja þingmanna Framsóknarflokksins nær fram að ganga á Alþingi. 2. febrúar 2018 12:30