Ráðuneytið stendur við bakið á umdeildum sendiherra Samúel Karl Ólason skrifar 6. júní 2018 12:00 Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. Richard Grenell, sem skipaður var í embætti sitt af Donald Trump, forseta, í maí, sagði í viðtali við Breitbart nýverið að hann vildi efla hægri sinnaðar andófshreyfingar í Þýskalandi og í Evrópu. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg í Þýskalandi og hafa yfirvöld þar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um að útskýra ummælin. Þá hafa þýskir þingmenn kallað eftir því að honum verði vikið úr starfi. Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytisins, segir þó að sendiherrar hafi rétt á því að tjá skoðanir sínar. „Höfum við, sem Bandaríkjamenn, ekki rétt til málfrelsis?“ er haft eftir henni á vef Reuters.Í áðurnefndu viðtali sagði Grenell að hann vildi „algerlega efla aðra íhaldsmenn í Evrópu, aðra leiðtoga. Ég held að undiralda íhaldsstefna sé að ná fótfestu vegna misheppnaðra stefnumála vinstrisins.Þá sagði hann þetta vera spennandi tíma fyrir sig sjálfan.Sjá einnig: Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í EvrópuGrenell sagði á Twitter að hann ætlaði sér ekki að styðja ákveðin stjórnmálaöfl í Evrópu. Hann stæði þó við það ummæli sín að hinn þögli meirihluti, sem hafnaði elítum og þeim bólum sem þeir lifa í, væri að vakna til lífsins í Evrópu og sagði hann að Donald Trump leiddi þann þögla meirihluta.Þegar Nauert var spurð hvort það væri stefna Utanríkisráðuneytisins að hygla máltað tiltekinna stjórnmálaflokka segði hún sendiherra mega tjá skoðanir sínar og þeir væru fulltrúar Hvíta hússins. Þá vísaði hún til tísts Grenell og sagði hann eingöngu hafa verið að benda á að tilteknum hreyfingum væri að ganga vel í Evrópu. Andreas Nick, háttsettur þýskur þingmaður í flokki Angelu Merkel, sagði Deutsche Welle að orð Grenell minntu á umræðuna í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði að Grenell þyrfti að endurskoða hlutverk sitt sem sendiherra.Nick var spurður hvort að Þýskaland ætti að vísa Grenell á brott en hann vildi ekki taka svo djúpt í árina. Það væri yfirvalda Bandaríkjanna að tilnefna sendiherra en Grenell ætti á hættu að verða algerlega áhrifalaus í Þýskalandi ef hann breytti ekki hegðun sinni. „Ef hann er ekki hér til að vera hefðbundinn sendiherra heldur til þess að vera almannatengill hins hægrisins, munum við eiga í vandræðum,“ sagði Nick. Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna segir nýjan og umdeildan sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi hafa rétt á málfrelsi. Richard Grenell, sem skipaður var í embætti sitt af Donald Trump, forseta, í maí, sagði í viðtali við Breitbart nýverið að hann vildi efla hægri sinnaðar andófshreyfingar í Þýskalandi og í Evrópu. Ummæli hans féllu í grýttan jarðveg í Þýskalandi og hafa yfirvöld þar beðið ríkisstjórn Bandaríkjanna um að útskýra ummælin. Þá hafa þýskir þingmenn kallað eftir því að honum verði vikið úr starfi. Heather Nauert, talskona Utanríkisráðuneytisins, segir þó að sendiherrar hafi rétt á því að tjá skoðanir sínar. „Höfum við, sem Bandaríkjamenn, ekki rétt til málfrelsis?“ er haft eftir henni á vef Reuters.Í áðurnefndu viðtali sagði Grenell að hann vildi „algerlega efla aðra íhaldsmenn í Evrópu, aðra leiðtoga. Ég held að undiralda íhaldsstefna sé að ná fótfestu vegna misheppnaðra stefnumála vinstrisins.Þá sagði hann þetta vera spennandi tíma fyrir sig sjálfan.Sjá einnig: Sendiherra Bandaríkjanna ætlar að efla íhaldsmenn í EvrópuGrenell sagði á Twitter að hann ætlaði sér ekki að styðja ákveðin stjórnmálaöfl í Evrópu. Hann stæði þó við það ummæli sín að hinn þögli meirihluti, sem hafnaði elítum og þeim bólum sem þeir lifa í, væri að vakna til lífsins í Evrópu og sagði hann að Donald Trump leiddi þann þögla meirihluta.Þegar Nauert var spurð hvort það væri stefna Utanríkisráðuneytisins að hygla máltað tiltekinna stjórnmálaflokka segði hún sendiherra mega tjá skoðanir sínar og þeir væru fulltrúar Hvíta hússins. Þá vísaði hún til tísts Grenell og sagði hann eingöngu hafa verið að benda á að tilteknum hreyfingum væri að ganga vel í Evrópu. Andreas Nick, háttsettur þýskur þingmaður í flokki Angelu Merkel, sagði Deutsche Welle að orð Grenell minntu á umræðuna í aðdraganda seinni heimsstyrjaldarinnar og sagði að Grenell þyrfti að endurskoða hlutverk sitt sem sendiherra.Nick var spurður hvort að Þýskaland ætti að vísa Grenell á brott en hann vildi ekki taka svo djúpt í árina. Það væri yfirvalda Bandaríkjanna að tilnefna sendiherra en Grenell ætti á hættu að verða algerlega áhrifalaus í Þýskalandi ef hann breytti ekki hegðun sinni. „Ef hann er ekki hér til að vera hefðbundinn sendiherra heldur til þess að vera almannatengill hins hægrisins, munum við eiga í vandræðum,“ sagði Nick.
Bandaríkin Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira