Veiðigjöld og trúverðugleiki Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 6. júní 2018 10:00 Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Sjávarútvegur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Traust almennings til Alþingis var í febrúar síðastliðnum, samkvæmt mælingum Gallup, aðeins 29 prósent. Það verður að teljast ólíklegt að þau vinnubrögð sem einkennt hafa síðustu daga í þingsal séu til þess fallin að efla og bæta ásýnd þingheims í augum og huga almennings. Enginn getur gert þá kröfu að á Alþingi verði hlutirnir að ganga snurðulaust fyrir sig. Núningur er af hinu góða þegar hann er knúinn áfram af sannfæringu sem hafin er yfir trúarkenningar flokksins og eigin hagsmuni. Togstreitan er óumflýjanleg þegar kjörnir fulltrúar með mismunandi bakgrunn, reynslu og veraldarsýn freista þess að vinna saman. Og sem betur fer er holl togstreita og öflug skoðanaskipti oft á tíðum viðhöfð í þingsal. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, með stuðningi frá útgerðarmanni sem einnig er þingmaður Miðflokksins, um breytingu á veiðigjöldum og atburðarásin í kringum hana er hins vegar þveröfugt dæmi um það hvernig við viljum sjá okkar kjörnu fulltrúa taka höndum saman til að tryggja almannahag. Risavaxið mál var lagt fram á síðustu stundu og afbrigða leitað. Um augljóst átakamál var að ræða. Umræða um málið kallaði á aukinn meirihluta og eftir margra klukkustunda stapp – tíma sem betur hefði verið varið í að ræða fjármálaáætlun eða nýja persónuverndarlöggjöf – var niðurstaðan sú að tillaga um að taka málið á dagskrá var felld. Annaðhvort hafa þingflokksformenn ríkisstjórnarflokkanna boðað til atkvæðagreiðslu sem óvíst væri hvernig myndi fara eða þeir voru sviknir um stuðning úr röðum stjórnarandstöðunnar. Sama hvernig á málið er litið er um meinlegan vandræðagang að ræða sem ekki á að fyrirfinnast í þingheimi. Á sama tíma kemur í ljós að hinn stuðningsglaði þingmaður Miðflokksins, Sigurður Páll Jónsson, hafði mikilla hagsmuna að gæta sem eigandi lítillar útgerðar. Fyrirtæki hans hefði hagnast um háar fjárhæðir með samþykkt frumvarpsins. Hann svaraði Fréttablaðinu á þessa leið aðspurður um vanhæfi: „Ég er þingmaður og hef ekki skoðað mín mál í sambandi við þetta. Ég reikna með að fá afslátt enda er reksturinn þungur og margir hafa gefist upp.“ Staðreyndin er sú að breytingin mun fyrst og fremst hagnast stærri útgerðum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Tíu stærstu fyrirtækin fá helming lækkunarinnar sem nemur 2,6 milljörðum króna. Það mikilvæga verkefni að efla traust á Alþingi er ekki aðeins verkefni ríkisstjórnar. Það er prófraun allra þingmanna, þingheims í heild, og síðustu dagar eru ömurlegur vitnisburður um framlag þeirra.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun