Ólafsfjarðarvegi var lokað vegna slyssins síðdegis í dag. Vísir/Stefán
Vettvangsvinnu er lokið á Ólafsfjarðarvegi og er búið að opna veginn eftir að honum var lokað síðdegis í dag vegna rútu sem fór út af veginum.
Tveir voru í henni, farþegi og ökumaður, og voru þeir báðir fluttir á Sjúkrahús Akureyrar en lögreglan á Norðurlandi eystra kveðst ekki hafa upplýsingar um meiðsli þeirra.