Reyna að mynda meirihluta við óvenjulegar aðstæður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. júní 2018 14:09 Ólafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. T.v. Ólafur. T.h. Stefán karlsson Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Óvenjulegar aðstæður eru uppi í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs, hvar fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Jákvæðs samfélags reyna að ná saman um myndun meirihluta. Auk meirihlutaviðræðna bíða þeirra stór verkefni sem fylgja sameiningu sveitarfélaganna. D-Listi Sjálfstæðisflokksins og H-listi fólksins ræddu upphaflega saman eftir sveitarstjórnarkosningar en upp úr þeim viðræðum slitnaði um miðja síðustu viku. Í kjölfarið sneri Sjálfstæðisflokkurinn sér til J-lista Jákvæðs samfélags en fulltrúarnir hafa átt í viðræðum síðan fyrir helgi. Ganga þær vel að sögn Ólafs Þórs Ólafssonar, oddvita Jákvæðs samfélags. D-listi og J-listi eru tveir stærstu flokkarnir í Sandgerði og Garði en Sjálfstæðisflokkurinn hlaut alls 43,5% atkvæða og fékk 3 menn kjörna. Jákvætt samfélag fékk 29,2% atkvæða og 3 menn kjörna, líkt og D-listi. Það er kannski táknrænt fyrir sameiningu sveitarfélaganna að flokksleiðtogarnir tveir hafa aðsetur hvor í sínum bænum. Einar Þór Pálsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, býr í Garði og Ólafur, oddviti jákvæðs samfélags, býr í Sandgerði.Stór verkefni bíða stjórnmálaflokka í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.Vísir/anton brinkTáknrænar meirihlutaviðræðurÓlafur segist vera bjartsýnn um að flokkarnir nái saman en segir þó að vissulega sé um óvenjulegar aðstæður að ræða vegna sameiningar bæjarfélaganna. „Við erum í þessari sérstöku stöðu og við erum ekki bara að mynda nýjan meirihluta heldur nýjan meirihluta í nýju sveitarfélagi þannig að flækjustigið er með þeim hætti að það eru fleiri fletir á þessu heldur en við venjulegar aðstæður. Nýja sveitarfélagið verður til á sunnudaginn og þá gefast 14 dagar til þess að boða saman bæjarstjórn og við erum að vinna í því að ná því svo þetta smelli allt saman,“ segir Ólafur. Stóra verkefnið sem bíður nýrrar bæjarstjórnar er nýtt aðalskipulag sem mun þá ráða miklu um það hvernig bæjarfélagið byggist upp á næstu árum. Efst á blaði hjá þeim sem eiga í viðræðunum eru leikskólamál og að tengja byggðarkjarnana tvo betur saman og að tryggja umferðaröryggi á milli þeirra. Eins og víða annars staðar um land er það Ólafi keppikefli að í sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðis og Garðs „byggist upp gott samfélag sem gott sé að búa í“ Aðspurður hvort það hafi verið heillaspor að sameina bæjarfélögin svarar Ólafur: „Já ég held það. Til langs tíma litið er það gott fyrir þessi tvö bæjarfélög að koma saman í eitt sterkt sem getur þá tekist á við stærri verkefni og hefur meiri burði. “
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30 Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03 Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00 Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Verða íbúar Sandgerðis og Garðs Útnesjamenn? Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis um valkostina fimm sem koma til greina sem nafn sveitarfélagsins. 5. maí 2018 10:30
Dræm þátttaka í kosningu um nýtt nafn sameinaðs sveitarfélags Sandgerðis og Garðs 500 kusu, 176 völdu Heiðarbyggð, 100 völdu Suðurbyggð en 224 skiluðu auðu. 18. maí 2018 12:03
Sveitarfélögum fækkar um tvö Sveitarfélögum landsins fækkar um tvö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar og verða þá alls 72. 28. mars 2018 06:00