Ný uppfærsla mun gera gamla iPhone hraðari Samúel Karl Ólason skrifar 5. júní 2018 11:00 Tim Cook, forstjóri Apple, á WWDC í gær. Vísir/AP Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband. Apple Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Apple kynnti í gær margar nýjungar sem bæta á við næsta stýrikerfi fyrirtækisins, iOS 12, og sömuleiðis watchOS, tvOS og macOS. Viðbæturnar eru ekki stórar í sniðum en þeim er ætlað að bæta líf notenda Apple. Meðal stærstu breytinganna er að Apple segir að iOS 12 muni gera eldri iPhone hraðari. Nær það yfir síma frá 2013. Þá ætlar Apple að reyna að gera notendur iPhone minna háða símunum. Notendur munu sjá hvernig þeir hafa eytt tíma sínum í símanum og foreldrar munu geta takmarkað hve miklum tíma börn verja í símum sínum. Sömuleiðis stendur til að betrumbæta Siri, talgervil Apple, svo notendur geti sniðið hana að sínum þörfum og hún eigi auðveldara með að læra á fólk. Notendut geta búið til ákveðin orðatiltæki og sagt Siri hvernig hún eigi að bregðast við þeim. Þar að auki mun hún stinga upp á aðgerðum sem notendur hafa gert oft. Sem dæmi, ef notendur notast alltaf við sama forritið í ræktinni mun Siri stinga upp á því að opna forritið þegar notendur mæta í ræktina. iOS 12 mun einnig innihalda endurbætt myndaforrit sem mun gera notendum auðveldara að halda utan um myndasöfn sín og leita að tilteknum myndum þar. Útgáfudagur iOS 12 hefur ekki verið opinberaður en gert er ráð fyrir að það verði í september. Frekara yfirlit yfir endurbætur má finna á vef Endagadget og CNet. Ein viðbót við iOS 12 felur í sér að notendur munu geta gert sín eigin emoji sem byggja á andlitum þeirra. Hér að neðan má sjá smá myndband.
Apple Tækni Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira