Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. júní 2018 08:34 Melania Trump fór í nýrnaaðgerð í síðasta mánuði. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum. Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum.
Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00
Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53
Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35