Úr eldfjallinu, sem er í um 40 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Gvatemalaborg, hefur runnið mikill hraunelfur sem lagt hefur íbúðarhús í rúst. Hinir látnu eru flestir sagðir hafa verið sofandi í húsum sínum þegar hraunleðjuna bar að garði.
Búið er að loka stærsta flugvelli landsins og segir forseti landsins, Jimmy Moraels, að búið sé að virkja neyðaráætlun vegna gossins. Í þremur héröðum landsins sé um hreint neyðarástand að ræða.
Meðal hinna látnu eru fjöldi barna. Á myndböndum frá vettvangi má sjá lík fljóta ofan á brennandi hrauninu og björgunarsveitir koma fólki, útötuðu í ösku, til aðstoðar.
WTF... This is what people in #Guatemala saw after the Fuego volcano erupted less than an hour ago.
— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) June 3, 2018
Deaths have already been reported. pic.twitter.com/9DbToOQl5z